Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir á mbl. að staða Gylfa Magnússonar sé í uppnámi og vill að Alþingið sé kallað sama vegna þess máls.

Það er ekki að undra - en það eru ekki bara blekkingar Gylfa Magnússonar gagnvart þjóð og þingi - Blekkingar Gylfa Magnússonar spegla blekkingar ríkistjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur gagnvart þjóð og þingi - gegn þjóðarhag.

Enginn hefur gleymt öngþveiti því sem Hæstiréttur olli í ríkisstjórninni þegar Hæstiréttur dæmdi í myntkörfu lánunum eftir gildandi landslögum frá 2001

Ríkisstjórnin hafði viðhaft sömu blekkingarnar og Gylfi Magnússon - Ríkisstjórnin er öll í uppnámi og á öll að víkja. - Skjaldborgir þeirra hvert yfir öðru og traust yfirlýsingar af sama toga eru bara ömurlegar og sýna það eitt og sanna að öll ríkisstjórnin rær á einni og sömu áralausu fleytunni og nær ekki til lands.

Líklegt má ætla að formleg krafa verði gerð um að Alþingi komi saman ekki seinna en í næstu viku - málið er brýnt og grafalvarlegt - það varðar þjóðarhag.

Ríkisstjórn sem gert hefur sig bera að blekkingum og beinum lygum gagnvart þjóð og þingi - í mörgum  málum er rúin öllu trausti og á að víkja - STRAX -


mbl.is Bjarni: „Staða Gylfa í uppnámi"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband