Hanna Birna hefur áhyggjur af fjármálum borgarinnar - fjárhagsáætlun fyrir næsta ár - hefur ekki einu sinni verið rædd og engar upplýsingar liggja fyrir um vinnu við gerð fjárhafsáætlunar fyrir næsta ár!

Á tíma Hönnu Birnu sem borgarstjóra voru fjármálin vöktuð frá viku til viku. Þar tíðkaðist ekki slumpi lukku aðferðin - né heldur hálf tólf aðferðin -

NEI - Tölurnar voru látnar tala.

Það heyrist á máli manna í vaxandi mæli að traustið sé lagt á borgarfulltrúa minnihlutans og þá sérstaklega á Hönnu Birnu að hún standi vaktina fyrir borgina og láti Bestaflokkinn ekki steypa borginni í ræsið.

Fólki er tíðrætt um R lista martröðina og þykir sem ýmislegt bendi til spillingar andrúms R listans í háttsemi Bestaflokksins.

Eitt er öruggt og víst að Bestiflokkurinn hefur náð því sterklega - að skafa af sér fylgið.

Í máli manna gætir mikillar óánægju hjá kjósendum Bestaflokksins og áhyggjum og eftir sjá yfir að hafa veitt honum brautargengi.


mbl.is Engir fundir vegna fjárhagsáætlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við fengum að vita það fyrir kosningar að orkuveitan væri á hausnum...það var sko laglega séð til þess að þær tölur fengju að fljóta korter eftir kosningar. 

Ef einhver af þeim sem kaus Besta flokkinn er að snúast hugur núna vegna svo rugls...æ...hvernig ættir þú svo sem að vita það...og því er ég að kommenta hér.  Það er næsta víst að þú kaust ekki Besta og þekkir ekki sálu sem gerði það.  Ef einhver sem þú þekkir kaus eitthvað annað en sjálfstæðiskrappið þá kaus sá hinn sami samfylkinguna tveir flokkar sem náð hafa að setja borgina og nær öll fyrirtæki í eigu hennar á hausinn, með talsverðri hjálp frá öllum öðrum flokkum nema Besta.  Það vill gleymast að vg voru í r-listanum á sínum tíma. 

Þetta gerðu allir þessir flokkar þrátt fyrir að hafa rætt fjárhagsáætlun frá því í byrjun apríl fram í lok nóvember á hverju ári síðan 1982.  

Nei ef eitthvað er þá er fylgi Besta flokksins að styrkjast og hægri menn eins og ég farnir að spá í að kjósa hann á landsvísu í komandi kosningum.  Eitt er víst að sjálfstæðis-samfylking-framsókn eða vg fá ekki mitt atkvæði...enda treysti ég ekki fólki sem spáir í fjárhafsáætlunum- þegar það á að vera að skoða bókhald.

Valgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 01:33

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Valgeir - þetta er með yfirgripsmeiri vanþekkingu og útúrsnúningum sem ég hef séð.

Til hamingju með það.

Benedikta - þú og aðrir sem eruð að gagnrýna þessi mál - hefur einhverju ykkar dottið í hug að kanski sitji Múmínálfar og Kardimommubæjarstjórnin kófsveitt við að vinna þessi verk?

Veist þú nema Bastian mæti með fullskapað plan fyrir næstu dragkeppni og staðsetningu blómakerja?

Slakið bara á - þetta er alt í trúðli. Lesis í fínu lagi - og loforð borgarstjóra um " fullt af allskonar fyrir aumingjana " mun standa. Sá fyrsti fékk stjórnarformannsembætti hjá OR með 900.000.- króna mánaðarlaun - ekki amalegt það.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.8.2010 kl. 04:52

3 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Ég er þér hjartanlega sammála Valgeir, akkúrat ekkert í pistli þínum sem lýsir af vanþekkingu, þvert á móti. 

Ólafur Ingi, ert þú með einhv. sem þú ekki flokkar undir aumingja sem væri hæfari til að sinna stöðu stjórnarformanns OR en Halardur Flosi Tryggvason ?

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 13.8.2010 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband