Í yfirlýsingu sem LÍÚ sendi í erlenda fjölmiðla segir að Ísland eigi fullan rétt á að veiða makríl innan íslensku efnahagslögsögunnar á sama hátt og Norðmenn og aðildarríki Evrópusambandsins hafi rétt á makrílveiðum innan sinna efnahagslögsögu.
Frábært hjá Landsambandi íslenskra útvegsmanna að gera þessum kúgurum ljóst að þeir hafa ekkert með málin að gera á Íslandi - þeir halda þó ekki að makríllinn sem hangir í torfum hér upp við bryggjur fari að snúa sér til annarra átta og synda inn í efnahagslögsögu Evrópubandalagsríkjana eða norska lögsögu - þeir ættu bara að senda makrílnum hótunar bréf.
Frábært hjá LÍÚ að sýna þessum loddurum að Íslendingar séu þéttir í lund og kviki hvergi fyrir hótunum ESB ................
Sendu yfirlýsingu til erlendra miðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.