6.8.2010 | 22:42
Þekkið þið mörg dæmi þess að laun í uppsagnarfresti eða biðlaun hafi verið afþökkuð?
Runólfur Ágústsson skipaður og hættur umboðsmaður skuldara er sá eini sem ég hef heyrt um að hafi gert slíkt.
Runólfur hefur greinilega margt til að bera sem hentar vel í starf umboðsmanns skuldara - til dæmis er hann heill af græðginni - annars hefði hann ekki afþakkað biðlaun og starfið líka - það segir sitt um manninn - en eftirsjá af honum fyrir skuldara - sem þurfa að leita til umboðsmanns skuldara.
Kannski stofnar Runólfur þjónustu á eigin vegum sniðna að þörfum skuldara - hann veit hvar skóinn að kreppir þar.
Það er félagsmálaráðherra skaðlegt að hann skyldi ekki hafa burði til að standa við ráðningu Runólfs í starf umboðsmanns skuldara.
Nýir vendir sópa best - segir gamalt sígilt máltæki.
Afþakkar laun í uppsagnarfresti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er bara eitt vandamál hjá blessuðum karlinum og það er að sá sem skuldar svona mikið getur ekki stofnað eitt eða neitt ef hann fer eftir Íslenskum lögum! Runólfur er eflaust ágætis drengur en engum Íslendingi er lögum samkvæmt mögulegt að gera eitt eða neitt ef hann skuldar umfram inntekt?
Er það ekki nýja Ísland?
Ég hafði trú á þessum Runólfi en það var að sjálfsögðu bara mín skoðun á persónunni. Það verður gríðarlega löng bið á að við fáum jafn heiðarlega embættismenn sem Jesú Krist í stöðurnar? M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.8.2010 kl. 01:27
Anna Sigríður - Það má alltaf vona á embættismenn sem ganga í fótspor Frelsarans.
Trúin flytur fjöll.
M.b.kv.
Benedikta E, 7.8.2010 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.