Jæja - hvað verður næst í boði meints borgarstjóra ? Grínið er útrunnið borgarstjóri.

Hvenær ætlar meintur borgarstjóri að taka sig til og sinna því sem hann var kosinn til og þiggur laun fyrir.

Stjórnun borgarinnar er það sem borgarstjóri er kosinn til - og ræða við borgarbúa um borgarmálin - til dæmis  fjármál borgarinnar og stjórnsýslu.

Hvernig væri  að borgarstjórinn sýni kjósendum sínum að Besti flokkurinn er annað og meira en innan tóm froða og útrunnið grín. 

Það er komið nóg af útrunnu gríni frá meintum borgarstjóra.


mbl.is Óvæntur gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta flott hjá honum eins og flest sem hann hefur gert hingað til! Svona á að sýna stuðning! :D Hann er maður með mönnum....og konum ;)

Heiða (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 23:21

2 Smámynd: Benedikta E

Heiða - Mjög mörgum kjósendum Besta flokksins er ekki skemmt - og finnst að þeir hafi verið gabbaðir.

Benedikta E, 5.8.2010 kl. 23:30

3 Smámynd: Sigurður Heiðar Elíasson

þú ert bitur

Sigurður Heiðar Elíasson, 5.8.2010 kl. 23:54

4 identicon

Guð þú ert bitur, borgarstjórinn sýnir samkynhneigðu fólki stuðning á þeirra dögum og þú drullar yfir það.

Virkilega sorglegt.

Óðinn Thor (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 00:34

5 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég kaus Besta Flokkinn og ég er stoltur yfir þessu framtaki, brjóta upp steinaldahefðir að borgarstjóri eigi alltaf að vera í Hugo Boss 24/7 og satt best að segja finnst mér þú sýna fordóma.

Sævar Einarsson, 6.8.2010 kl. 02:05

6 Smámynd: Haukur Viðar

Ef einhverjum kjósanda Besta flokksins finnst hann hafa verið gabbaður held ég að viðkomandi ætti að afsala sér kosningarétti. Að því loknu ætti hann að vakna og hnusa af kaffinu.

Haukur Viðar, 6.8.2010 kl. 02:11

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Mér finnst þetta hið besta mál, og eiginlega hissa á húmorsleysi þeirra sem ekki eru að fíla borgarstjórann okkar.

Jóhanna Magnúsdóttir, 6.8.2010 kl. 07:36

8 identicon

Þetta er hið besta mál, styður þarna mannréttindabaráttu eftirminnilega... + pirrar fullt af samansaumuðu liði.


DoctorE (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 07:52

9 Smámynd: Benedikta E

Hvar er málefnaleg vitræn umræða borgarstjórans varðandi þau mál sem hann var kosinn til að sinna í borginni ?

Það getur nú tæplega flokkast undir ósanngjarnar væntingar borgarbúa að vænta slíkrar umræðu frá kjörnum borgarstjóra -

Og jafnvel líka frá öðrum kjörnum borgarfulltrúum Besta flokksins - sem gjörsamlega gufað hafa upp eftir kosningarnar - þeir hafa líka starfsskyldum að gegna fyrir borgarbúa og þiggja fyrir það laun.

Besti flokkurinn fékk þó kjörna 6 borgarfulltrúa sem ætlast má til að þeir standi með fullri málefnalegri og vitrænni ábyrgð fyrir - en þess í stað virðast þeir setja ábyrgðina yfir á Samfylkinguna með sitt 19 % kjörfylgi.

Kjósendur Besta flokksins kusu hann til að vinna fyrir sig - ekki Samfylkinguna.

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 10:03

10 identicon

Kjósendur Besta flokksins höfðu fyrstir Íslendinga áttað sig á því að Íslensk stjórnmál eru og hafa verið Sirkus undanfarin ár, þess vegna kusum við atvinnutrúð í embætti borgarstjóra

Besti (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 10:51

11 Smámynd: Benedikta E

Besti - Hann var góður þessi hjá þér beint í mark - en "atvinnu trúðurinn" virkar ekki í stöðu borgarstjóra Reykjavíkur.

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 12:22

12 identicon

Tókst honum ekki það sem við þörfnuðust mest að fá fólk til að vinna saman.  Nú ertu Dagur og Hanna Birna að vinna saman án þess að reyna að bregða fætir fyrir hvort annað. ;)

Sparar okkur nokkur borgarstjóralaun ;)

Davíð (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 13:12

13 Smámynd: Benedikta E

HA - Er Dagur farinn að sinna borgarmála störfunum - er hann hættur að vera upptekinn við önnur hugðarefni ?

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 13:50

14 identicon

það sé það hver sá sem vill sjá að bestiflokkurinn og meirihlutinn er að gera margt annað en "fíflast". mæli með að menn kynni sér fundargerðir borgarstjórnar og helstu nefnda áður en þeir fara að opna munninn.

brynjar (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:19

15 identicon

Er þetta eitthvað öðruvísi en allir hinir borgarstjóranrir sem voru í því að klippa borða og taka fyrstu skóflustunguna hér og þar?

Óli (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:47

16 Smámynd: Benedikta E

brynjar - vantar ekki eitthvað í upplýsingaflæðið á milli vinnuveitanda ( borgarbúa ) og starfsmanna ( borgarstjóra og borgarfulltrúa Bestaflokksins ) ef borgarbúar eiga að þurfa að leita eftir öllum upplýsingum með því að fara í fundargerðir og fjárhagsáætlanir jafnvel tengdar verksviðum.

Upplýsingaflæði frá borgarstjórn til borgarbúa ber borgarstjóranum og meirihluta borgarstjórnar að sjá um til dæmis með borgara-fundum og eins í gegnum fjölmiðla og fréttatilkynningar.

En minna af útrunnu gríni.

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 19:30

17 Smámynd: Benedikta E

Óli - JÁ reyndar - forverar núverandi borgarstjóra héldu sig í mannheimum án veruleika firringar fyrir það mesta - og persónulegrar tenginga við álfa og tröll svo opinbert hafi verið.

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 19:39

18 Smámynd: Benedikta E

Jóhanna - Húmor á ekki að ofnot né heldur misnota og allra síst þar sem hann á ekki við.....................

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 20:45

19 Smámynd: Benedikta E

DoctorE - Þú talar um stuðning við mannréttindabaráttu hjá borgarstjóranum - útklæddur eins og Jóhanna Sigurðardóttir væri.

Ef múnderingin sem borgarstjórinn  mætti í við setningu gleðidaganna átti að vera til stuðnings aðstandenda gleðidaganna þá hefði hann átt að tilkynna það þegar hann steig á svið - það var ekki skilningur allra - að um stuðningsyfirlýsingu væri að ræða..

Klæðskiptingar eru ekki - GRÍNARAR -

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 21:02

20 Smámynd: Benedikta E

Sævarinn - þú sakar mig um fordóma - fordóma fyrir hverju ?

Fordóma fyrir útrunnu gríni ?

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 21:05

21 Smámynd: Haukur Viðar

Og hver á að ákveða hvenær húmor og grín eiga við og hvenær ekki?

Og var það ekki skilningur allra að um stuðningsyfirlýsingu væri að ræða? Þessi spaugilega stuðningsyfirlýsing hefði nú líklega misst tilgang sinn ef Jón hefði byrjað á því að ræskja sig og tilkynna að nú hygðist hann bregða á leik. Þó húmorsleysingjar leynist meðal fólks á ekki að þurfa að útskýra brandara.

Haukur Viðar, 6.8.2010 kl. 21:13

22 Smámynd: Benedikta E

Haukur Viðar - Nákvæmlega  - "brandara" sem þarf að útskýra  - er ekki brandari - hann er útrunninn

Benedikta E, 6.8.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband