Nú er upp runnin sú stund að krafist er af þingmönnum að þeir leggi fram þingsályktunar tillögu um afturköllun á aðildarumsókn að ESB !

Nafnakall fari fram við afrgeiðslu málsins í þinginu.

Með nafnakalli liggur enginn ómaklega undir grun um föðurlandssvik.

Fjáraustri Samfylkingarinnar í ESB óráðið -  sem mikill meirihluti þjóðar og þings er alfarið á móti - verður að linna - 8 milljarðar úr ríkissjóði í ESB fár þeirra Jóhönnu - Össurar og Steingríms - er meira en of mikið.

ESB gerir sér ljósa andstöðuna gegn ESB á Íslandi og þann bera bakka sem þríeykið - Jóhanna - Össur og Steingrímur standa á með ESB umsókn -

Sameinuð stöndum vér.

Íslandi allt - !

ESB efast um - aðildarumsókn ríkisstjórnar Íslands - nánar um það í viðhengisgrein.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

með ólíkindum að fámennur hópur fólks skuli fá að keyra svona mál áfram með tilheyrandi kostnaði sem og í óþökk lang-flestra landsmanna

Jón Snæbjörnsson, 20.5.2010 kl. 11:19

2 Smámynd: Benedikta E

Jón - Já með hreinum ólíkindum er það.

Nú er ekki annað en hvetja þingmennina til ábyrðar - allir sem einn - einn sem allir.

Benedikta E, 20.5.2010 kl. 11:25

3 identicon

Hvernig er það með ólíkindum, bara alls ekkert undarlegt eða skrítið við það að þessi fámenni hópur vitleysinga geti vaðið uppi eins og þeim þóknast....VIÐ LÁTUM ÞAU KOMAST UPP MEÐ ÞAÐ !!!!!!

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 13:21

4 Smámynd: Benedikta E

Anna - auðvitað er það rétt hjá þér við og þeir vesölu þingmenn sem látið hafa kúga sig  verðum nú að taka okkur taki.

Við látum ekki þríeykið - Jóhönnu - Össur - og Steingrím Joð - kúga okkur lengur .

Tölvupóst til allra þingmanna....................Afturkallið aðildarumsókn að ESB - STRAX - !

Benedikta E, 20.5.2010 kl. 13:35

5 identicon

Af hverju fær maður engu að ráða í svona mikilvægu máli. Auðvitað eigum við að hafa bindandi lýðræðislega kosningu um aðild að ESB.

Bjarni (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 14:23

6 Smámynd: Benedikta E

Bjarni - að sjálfsögðu alvöru þjóðaratkvæðagreiðslu !

Ekki einhverja "skoðanakönnun"eftir geðþótta Jóhönnu - NEI - og aftur NEI - !!!

Benedikta E, 20.5.2010 kl. 14:46

7 identicon

Þú verður nú að fyrirgefa mér það Benedikta, en ég hef ALLS ENGA trú á póstsendingum til þingmanna....ef eitthvað á að ske verða að koma til róttækar aðgerðir !!!!

Allir geta setið niðurklesstir á afturendanum við lyklaborðið og sent vælupósta til vitlausra hrokagikkja sem deleta þessa pósta með einu klikki.....er eitthvert gagn í því ????

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 15:41

8 identicon

Ég er ekki bara orðin agndofa á aðgerðarleysi og aulaskap "stjórnvalda" heldur líka almennings....ég hef alltaf staðið í þeirri trú að íslendingar væru þjóð sem gæti staðið saman í lappirnar, en ég er farin að hallast að því að þjóðin eigi ekki annað skilið en að enda sem bistands klientar hjá ESB bákninu, þá verður sko engin þörf á sjálfstæðri hugsun meir....látum báknið í Brussel og erlenda auðhringi skammta okkur lífsviðurværi í framtíðinni

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 15:48

9 Smámynd: Benedikta E

Anna - það er betra að senda þingmönnum kröftugan - KRÖFU-PÓST - en gera það ekki.

Benedikta E, 20.5.2010 kl. 20:59

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er hreint ekkert uppörvandi að vera oft 1 af 20-30,mótmælenda v/ Icesave og Esb.á Austurvelli vorið 2009.  

Helga Kristjánsdóttir, 20.5.2010 kl. 22:55

11 Smámynd: Benedikta E

Helga - Nei það er það ekki en það er betra með fáa en enginn mótmæli.

Sama er með tölvupóst á þingmenn Helga - það er hægt að fá netfang til allra þingmanna á  -althingi.is

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 21.5.2010 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband