7.3.2010 | 14:45
Hafi norska ríkisstjórnin ekki afhjúpað sína sauðagæru þá gerir utanríkisráðherra þeirra Jonas Gahr Störe það rækilega í Stavanger Aftenblad!
Með ómálefnalegum - HROKA - sýnir Störe umfram allt annað - ÓTTA - Skyldi engan undra - með framgöngu sinni gagnvart Íslendingum hefur Störe og hans samflokks-stjórnarlið sjálfir sett sig í frystikistuna.
Lega Íslands á norðlægum slóðum verður ætíð og ávalt óbreytt...................það vita Norðmenn.Þar hjálpar ekkert Norsurunum að "eiga peningana sína í olíusjóðnum".................!
Nú er það þeirra að horfast í augu við sína eigin skammsýni - á norðurslóðum kemur dagur á eftir þennan dag og þá væri betra fyrir Norðmenn að eiga Íslendinga fyrir vini.
Norðmenn hafa alltaf óttast Rússana þeir eiga þá ekki að vinum - Rússar hafa alltaf verið hliðhollir Íslendingum.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á skammt eftir - hún heyrir brátt sögunni til á Íslandi - Herra Störe. Hverjir verða þá "vinir" Störe á Íslandi ?
Ekki frekari lán til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég vil ekki áfellast Norðurlöndin of mikið. Þau eru að þjóna óskum Íslendsku ríkisstjórnarinnar fremur enn öðru. Steingrímur og Jóhanna hafa ekki nennt að setja sig inn í Icesave-málið og hafa líklega ekki getu til þess. Þess vegna halda þau, að okkur beri skylda til að greiða iðgjöld banka í Bretlandi og Hollandi.
Kostnaðinn við Icesave-trygginguna er verið að innheimta hjá bönkum í Bretlandi og Hollandi og er það samkvæmt lögum og reglum. Hvað ætla ríkisstjórnir þessara landa að gera við það fjármagn sem þeir eru að reyna að kúga út úr Íslendskum almenningi ? Ætla þeir að endurgreiða bankakerfinu iðgjöld þeirra ? Er það markmið yfirvalda í Bretlandi og Hollandi að bankar í þessum löndum þurfi aldreigi að greiða nein trygginga-iðgjöld ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 20:02
Loftur ofurgáfaði, sem leyst hefið getða Icesave einn síns liðs:
Er ekki líka tryggingasjóðurinn íslenski að innheimta iðgjöld? Verður það ekki dágóð summa sem safnast í þann sjóð á næstu 17 árum? Þú hefur kannski ekki nennt að reikna það út eða bara ekki haft getur til þess? Nei nei, um að gera að heimta að aðrir leysi þennan vanda, Við erum svooo lítil og eigum svo bágt!
Skeggi Skaftason, 7.3.2010 kl. 20:10
Ég verð að játa að ég skil ekki rökfærslu Skeggjaða Skaftasonar. Að sjálfsögðu mun safnast lítið í Íslendska Tryggingasjóðinn því að bankarnir í þessu landi ríða ekki feitum hesti. Ætli Íslendski tryggingasjóðurinn þyrfti ekki að safna iðgjöldum í svona 1000 ár til að eiga fyrir tryggingaskuld Bretsku og Hollendsku tryggingasjóðanna ?
Svaraðu spurningunni, hvers vegna Íslendskur almenningur ætti að greiða tryggingaiðgjöld Bretskra og Hollendskra banka ? Síðan má líka spyrja hvers vegna Íslendskur almenningur ætti að greiða skuldir einkafélags eins og Landsbankans ? Þá má líka spyrja hvers vegna Íslendskur almenningur ætti að geiða skuldir óháðs tryggingasjóðs, með takmarkaða ábyrgð ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 7.3.2010 kl. 20:26
norska gríman endanlega fallin og sú finnska líka -
eitt sinn voru þetta stoltar þjóðir og frjálsar - núna eru þetta bara handrukkarar nýlendukúgara - það eru ömurleg örlög
Ólafur Ingi Hrólfsson, 7.3.2010 kl. 21:32
Bresku og hollensku tryggingasjóðunum er ætlað að bæta tjón sem getur orðið vegna greiðslufalls breskra og hollenskra banka.
Íslenska tryggingasjóðnum er ætlað að bæta tjón sem getur orðið - og hefur orðið - vegna greiðslufalls íslensks banka.
Íslenskur almenningur er ekki að borga iðgjöld breska og hollenska sjóðsins, heldur endurgreiða það sem þessir sjóðir lögðu út fyrir en sá íslenski hefði átt að gera (samkvæmt skilningi mjög margra - ég veit að þú ert því ósammála Loftur).
ÞVí er nú ver og miður að íslenskur almenningur þarf að bera tjón sem hlýst af "skuldum einkafélags" af því banki er ekki eins og hvert annað einkafélag. Bankar eru nauðsynlegur þáttur í nútíma infrastrúktúr. Fólk á að geta geymt peningana sína í banka og ekki þurft að hafa af því miklar áhyggjur hvað gerist ef bankinn getur ekki einn góðan dag greitt út peningana.
(Með svipuðum rökum greiddi ríkið 14 milljarða í Sjóvá, til að þeir sem höfðu greitt þangað sín iðgjöld myndu ekki tapa þeim pening. (þ.e. tryggingafélög eru heldur ekki eins og hvert annað einkafélag.)
Skeggi Skaftason, 7.3.2010 kl. 23:02
Skeggi, innistæðu-trygginga-sjóðir er settir á stofn til að greiða bætur til innistæðu-eigenda þeirra banka sem greiddu í trygginga-sjóðina. Ekki skiptir máli hvort bankarnir eru innlendir eða erlendir, svo framarlega sem þeir greiddu iðgjöldin.
Það var verkefni yfirvalda í Bretlandi og Hollandi að sjá til þess að bankarnir greiddu sín iðgjöld. Það gerðu þau gagnvart Icesave-útibúum Landsbankans eins og öðrum bankastöfnunum sem störfuðu í löndunum. Með öðrum orðum þá áttu Icesave innistæðu-eigendur í Bretlandi og Hollandi rétt á fullum bótum úr trygginga-sjóðunum.
Í Hollandi nefnist tryggingasjóðurinn DNB (De Nederlandsche Bank) og tryggingin var 100.000 Evrur á hvern innistæðueiganda. Í Bretlandi heitir trygginga-sjóðurinn FSCS (Financial Services Compensation Scheme) og tryggingin var 50.000 Pund. Í báðum tilvikum er þetta margföld sú upphæð sem Tilskipun 94/19/EB gerir ráð fyrir, sem var 20.887 Evrur.
Það að fjárþurrð varð í tryggingasjóðnum Íslendska, skiptir engu máli varðandi greiðsluskyldu sjóðanna í Bretlandi og Hollandi. Þetta er bara ein af fjölmörgum ástæðum þess að almenningur á Íslandi hefur engar skyldur gagnvart kröfum nýlenduveldanna. Skeggi, þú verður að kynna þér málið, svo að þú komir ekki fram með tóma vitleysu.
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.3.2010 kl. 00:12
Útskýrðu fyrir okkur Skeggi, hvað er sameiginlegt með þjóðnýtingu á rekstrarfélagi eins og Sjóvá og hins vegar greiðslu til ríkissjóða Bretlands og Hollands. Telur þú að það sé almennt góð fjárfesting að gefa eftir fyrir kröfum fjárkúgara ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.3.2010 kl. 09:38
Sæll Loftur. Það er rétt hjá þér Norðurlöndin eru að þóknast óskum Jóhönnu og Steingríms það er þeirra kúgunartæki á þjóðina - en íslenska þjóðin lætur ekki kúga sig - 98.1% NEI - í þjóðaratkvæðagreiðslunni sýna það - Jóhanna og Steingrímur eru ekki "þjóðin" ! Þeirra kjósenda fylgi var 1.8 % sem sögðu JÁ - Svo halda þau því fram að Þjóðaratkvæðagreiðslan breyti engu - Þau eru ekki í lægi.................!
Takk fyrir þín innlegg Loftur.
Benedikta E, 8.3.2010 kl. 11:47
Sæll Ólafur Ingi. Ég tek undir með þér - hnignunin hjá Norðurlöndunum er sorgleg - þar skiptir stjórnarfarið sköpum - sérstaklega í Noregi.
Takk fyrir þitt innlegg.
Benedikta E, 8.3.2010 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.