Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sýndi skörulega framgöngu í þinginu í dag - þegar hann gaf þeim Steingrími og Jóhönnu skýr skilaboð - að við þjóðaratkvæðagreiðslunni yrði ekki hróflað !

Þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram eins og ákveðið hefði verið laugardaginn 6. mars !  - Bjarni lét þess einnig getið að sýndu þau einhverja tilburði í þá veru að reyna að afnema þjóðaratkvæðagreiðsluna - þá myndi stjórnarandstaðan afstýra þeim gjörningi með því að fella hann.

Á fjölmennum fundi í Valhöll í dag  sagði Bjarni það mikilvægt að landsmenn fjölmenntu á kjörstað og sýndu með því í verki að þjóðin léti ekki kúga sig og höfnuðu lögum um ríkisábyrgð á Æsseif með X - NEI

Sköruleg framganga vaxandi leiðtoga Bjarna Benidiktssonar.


mbl.is Þjóðin láti ekki kúga sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það eru bara kjánar sem átta sig ekki á því að ákafinn í Bjarna helgast af aumkunarverðri tilraun hans til þess að reyna að draga athyglina frá því að flokkur hans: hrunflokkurinn, ber höfuðábyrgð á núverandi ástandi..

hilmar jónsson, 5.3.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ekki er ég sammála félagi Hilmar.. En er svo sem ekkert að draga úr sekt og sakleysi fyrrum flokka og þeirra þingmanna.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.3.2010 kl. 00:15

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þar að auki er mér sagt að Þorgerður Katrín hafi flutt glæsilega hvatningarræðu þar sem hún jafnframt hafi ítrekað fyrri ályktun sína að nú væru "spennandi og skemmtilegir tímar framundan hjá okkur Sjálfstæðismönnum."

Það var mikill einhugur á fundinum og enginn minntist orði á kúlulán eða "vafninga" af neinu tagi. Einhver hafði reynt að spyrja Bjarna um afskipti hans af láni úr bótasjóði Sjóvár en Bjarni hafi ekki heyrt spurninguna.

Árni Gunnarsson, 5.3.2010 kl. 00:20

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Hilmar og Árni -

Mikið lifandis ósköp hlýtur ykkur að líða illa -

Íslenskir stjórnmálaflokkar settu hrunið ekki af stað - fáir ef nokkrir brugðust rétt við enda málið af stærðargráðu og umfangi sem var óþekkt - Bandaríkin réðu ekki við sinn hluta hvað þá við - Hilmar - ég hvet þig eindregið til þess að leita þér aðstoðar - það hlýtur að vera erfitt að vera svona -

 Fundurinn var boðaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar og ekki stóð til að vera með fyrirspurnir - Bjarni og Þorgerður Katrín hafa hingað til ekki vikist undan því að svara spurningum - og þegar vegið var á sóðalegasta hátt að Þorgerði og hennar fjölskyldu reis hún upp yfir þann sora - svaraði fyrir sig og dró ekkert undan -

Mér er sem ég sjái gagnrýnendur hennar og rógbera gera slíkt hið sama.

Bjarni hefur fyrir löngu svarað spurningum um Sjóvá og hafi einhver eynt að bera fram spurningu á fundinum um það mál - sem kom fundinum ekki við hefur það stafað af einhverju öðru en því að fá fram staðreyndir máls- reyndar var ég á þessum fundi og heyrði enga slíka spurningu né aðrar - en spurningar hafa örugglega verið bornar fram um ýmis efni í  einkasamtölum Bjarna og Þorgerðar við fundarmenn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.3.2010 kl. 00:48

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni og Þorgerður hanga í pilsfaldinum á virkilegum hetjum þessa lands, sem aldrei sviku eða stálu. Þau eru aumkunnarverð greyin að hafa ekki vit á að segja af sér við þessar ömurlegu aðstæður, áður en heimspressan þjarmar að þeim. M.kv.Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:19

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ÆÆÆÆÆANNA - finn til með þér -en vertu bjartsýn - þér hrakar varla úr þessu - eða hvað? Botninum náð???

Ólafur Ingi Hrólfsson, 5.3.2010 kl. 02:15

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Sköruleg framganga Bjarna Benidiktssonar"

"Bjarni hefur fyrir löngu svarað spurningum um Sjóvá!" Hver skyldi það nú vera sem á bágt Ólafur Ingi? Ekki biðjið þið sjallarnir nú um mikið þegar þið talið um "glæsilega framgöngu." 

Annars var ég nú að tala um Bjarna Benediktsson en ekki einhvern Bjarna Benidiktsson.

Árni Gunnarsson, 5.3.2010 kl. 09:41

8 Smámynd: Benedikta E

Gott hjá þér Árni að halda uppi vörnum gegn ritvillupúkanum - þú hefur þá það eitt "jákvætt" til málanna að leggja.

X NEI við Æsseif landráðagjörningi þeirra Jóhönnu og Steingríms

Íslandi allt !

Benedikta E, 5.3.2010 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband