Nú er orðið tímabært að utanríkisráðherra Íslands - sendi formlega kvörtun til utanríkisráðherra breta - vegna grímulausra hótana Alistair Darling fjármálaráðherra Breta - gegn forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni - fyrir opnum tjöldum!

Heyrst hefur að  til viðbótar við fjölmiðlaviðtöl A.Darling um Æsseif-málið og forseta Íslands - hefur hann A.D. líka verið að reyna að komast í samband við forseta Íslands og koma til hans skilaboðum um hvað mikið slæmt það gæti haft í för með sér ef hann skrifaði ekki undir Æsseifinn.

Forseti Íslands á að vera virtur svo af þessum breska fjárkúgara að hann fái frið fyrir honum við sín störf hér á Íslandi - fyrir þjóð sína.

Nú er nóg komið - utanríkisþjónusta Íslands verður að taka til varnar fyrir Íslenska lýðveldið og setja þessum breska átvargi mörkin - jafnvel að vísa breska sendiherranum úr landi.

Ísland er ekki orðin nýlenda Breta ennþá - eða hvað ?

Íslandi allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, þessar grímulausu hótanir eru löngu gengnar fram úr öllu hófi.  Yfirvöld gátu stoppað þessa varga fyrir löngu en vildu ekki styggja neitt EU-legt.   Forsetinn sjálfur er líklegri til að setja þeim vörgum stólinn fyrir dyrnar.   Það þarf kannski alþjóðasamtök til að stoppa þessa menn því ekki mun Icesave-stjórnin gera það.  

Elle_, 4.1.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Kanski hef ég sagt þetta áður,en er svo minnisstætt,þegar Ó.R.G. ,varði málsstað Íslands í landhelgisdeilunni um árið.Fullur salur Breta og kanski fleiri þjóða skutu föstum skotum á hann.  Flottur þá,þeir kváðu hann aldrei í kútinn.  Ólafur taktu nú á þeim!!

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2010 kl. 20:55

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það reynir á Ólaf núna og öll hans framtíð í 1000 ár er lögð undir. Ég er ekki að grínast, þetta er mín skoðun og ég veit að þið þrjár skiljið það og vonandi fleirri.

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.1.2010 kl. 22:29

4 Smámynd: Benedikta E

Það verður stór stund á morgun - fyrir forseta  íslenska lýðveldisins og fyrir þjóð hans.

Ég tek undir með ykkur ElleE og Helga - forsetinn hefur margt til bruns að bera sem þarf inn í þessar aðstæður - og aðrir hafa ekki.

Þú mælir spaklega Loftur - við þessi hér fjögur - tölum sama tungumálið og skynjum það líka án orða.

Íslandi allt.

Benedikta E, 4.1.2010 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband