Í fundarsköpum Alþingis 53.gr - 4. kafla segir svo "Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni".

2.umræða um Icesave málið hófst  fimmtudaginn 19. nóv. sl. síðan þriðjudaginn 24. báða daga með kvöldfundum til miðnættis eða þar um bil.

Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir hefur nánast ekkert verið til staðar í þingsalnum undir umræðunum - og aldrei tekið þátt í umræðunni.

Gerðar hafa verið athugasemdir af stjórnarandstöðunni við fjærveru Jóhönnu úr þingsalnum án árangurs - að öðru leiti en því að Jóhanna svaraði Þorgerði Katrínu þannig að "hún( Jóhanna ) léti ekki varaformann Sjálfstæðisflokksins segja sér hvenær hún ætti að tala - hún myndi tala þegar henni sýndist - hún myndi tala þegar hennar tími kæmi" - þetta er eina innlegg Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra til þessa -  í 2. umræðu Icesave málsins í jafn stórt og grafalvarlegt mál og Icesave málið er fyrir þjóðina.

Þátttaka Steingríms fjármálaráðherra hefur verið svipað lítil  og Jóhönnu - Steingrímur hefur þó eitthvað setið í stólnum sínum í þingsalnum og lesið dagblöðin - eða þá lesið í bókum. 

Stjórnarþingmenn hafa flestir ekki látið sjá sig í þingsalnum við 2. umræðu Icesave - 2 stjórnar þingmenn munu lítillega hafa tekið til máls - annar þeirra aðeins til að ásaka stjórnarandstöðu þingmenn um málþóf.

Fjærvera stjórnar þingmanna er án nokkurs vafa með fulltingi Jóhönnu og Steingríms - ef til vill eru það fyrirmæli þeirra - til að lengja ekki umræðuna - því troða á Icesave málinu í gegn helst án nokkrar umræðu - eins og vitað er.

Eitt ættu þau Jóhanna og Steingrímur að leiða hugann að - það að þau eru á Alþingi til þjónustu fyrir  þjóðina og þjóðarhag og þeim ber að sinna því starfi sem slíku - umfram þjónkun við erlenda fjárkúgara.

Jóhönnu og Steingrím skortir virðingu fyrir þjóð og þingi - er það eitt af þeirra stærstu vandamálum - þeim ber að fara eftir og virða hlutverk þingsins sem er æðsta vald Alþingis - ríkisstjórnin = framkvæmdarvaldið á aðeins að framkvæma það sem þingið hefur ákveðið  - ekki öfugt eins og Jóhanna vill að sé og reynir að koma í kring með allskyns óhæfu bellibrögðum.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti því að veita Iceave málinu ríkisábyrgð - að gera það eru föðurlandssvik og Stjórnarskrárbrot.

Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild og aðildarviðræðum við ESB - að reyna að troða þjóðinni þar inn gegn meirihlutavilja þjóðarinnar er landráð og brot á Stjórnarskránni.

Framangreint hafa Jóhanna og Steingrímur framið ásamt öðrum stjórnarliðum - þar af leiðir að þau hafa fyrirgert umboðsrétti sínum til stjórnar setu.

Íslandi allt !


mbl.is Flugmenn Gæslunnar með hærri laun en forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Umrenningur

Sæl Benedikta E. Ég tek undir með þér í þessum ágæta pistli. Ég sé að sumir eru að hneykslast á því að flugmenn L.H.G. séu á hærri launum en hinn frábæri verkstjóri ríkisstjórnarinnar, þeir vinna þó alveg örugglega fyrir launum sínum og eiga síst skilið að vera jafnað við verkstjóra sem hefur ekkert gert annað en að þvælast fyrir fólki sem er að reyna að bjarga sér úr vandræðum. Að þessi mús skuli ekki hafa vit á að segja af sér og taka aðra ráðherra með sér er dæmi um ótrúlegan hroka gagnvart þjóðinni sem á mun betra skilið þrátt fyrir orð einhvers heimspekiprófessors á Akureyri. Það sem þessi ríkisstjórn ef stjórn skyldi kalla hefur áorkað að eigin verðleikum er að gera orðið félagshyggja að skammaryrði.

Íslandi allt

Umrenningur, 25.11.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Jón Svavarsson

Orð að sönnu hjá ykkur!

Þingmenn hafa ansi frjálslegan vinnutíma og geta falið fjarveru sína undir ýmiskonar yfirskyni, nefndarfundi, þingflokksfundi, móttöku í ráðuneyti, fundi með forsetanum og opinberum móttökum, þeas álíka afkasta litlum starfsfélögum erlendra ríkja. En í  alvöru eru þeir klókir að koma sér undan allri ábyrgð og kannast ekki við neitt þegar á þá er gengið og ef þeir fá sömu spurninguna oftar en einu sinn, svara þeir af hroka "Ég nenni ekki að svara þessu", þannig eiga ráðmenn ekki að svara neinum. Lifi lýðræðið. kveðja Jón

Jón Svavarsson, 25.11.2009 kl. 19:08

3 Smámynd: Benedikta E

Sæll Umrenningur og takk fyrir þinn gagnorða málflutning.

Það að Jóhönnu skuli yfir höfuð til hugarhafa  komið að miða hæstu laun við forsætisráðherra - segir allt um hana sjálfa - þar er hún aðeins að miða við forsætisráðherrann - Jóhönnu - sjálfa sig.

Allt fyrir Jóhönnu er - HÚN - sjálf.

Ef virkilega á að nota launaviðmið Við laun forsætisráðherra -  þá þarf að gera tvennt - menntunar og hæfniskröfur fyrir embætti forsærisráðherra og verklýsingu fyrir embættið !

Það hefur sýnt sig eftir þá skelfilegu reynslu af Jóhönnu forsætisráðherra - að það er þörf á slíku. Og það má að sjálfsögðu ekki miða hæfis og menntunarkröfur við hæfni Jóhönnu - og heldur ekki verklýsingu eftir Jóhönnu verkum - GLÆTAN.......!

Flugmaður L.H.G. gæti verið góður kandídat til forsætisráðherra - eins skurðlæknir gæti verið það líka - laun lækna voru fyrir stuttu í svipaðri samjöfnun við forsætisráðherra-laun - og flugmennirnir nú.

En hver myndi vilja fljúga með Jóhönnu sem flugmanni ? - EKKI ég.

Eða leggjast undir hnífinn á skurðstofu hjá Jóhönnu ? - EKKI ég.

Íslandi allt.

Benedikta E, 25.11.2009 kl. 19:24

4 Smámynd: Benedikta E

Sæll Jón.

Takk fyrir innlitið og samhljóminn.

Íslandi allt.

Benedikta E, 25.11.2009 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband