Mikið var að Icesave umræðan beindist að Stjórnarskránni í þinginu og væntanlega Stjórnarskrár-brota - með fjárkúgunar ánauð þeirra Steingríms og Jóhönnu á íslensku þjóðina - gegn þjóðar getu og vilja!

Birgir Ármannsson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hóf máls á þessum mikilvæga þætti málsins - sem ekkert hefur verið ræddur í þinginu til þessa - en það hlaut að koma að því - eins og þessi þáttur málsins hefur mikið verið ræddur í bloggheimum og víðar utan þings.

Vonandi að þingið fái viðunandi umræður um Stjórnarskrárþáttinn í þessu grafalvarlega máli þó svo að augljóst hafi verið á undirtektum stjórnarþingmannsins Guðbjartar Hannessonar við undirtektir hans við Birgi Ármannsson - að hann vildi blása þessa umræðu af sem fyrst.

Guðbjartur Hannesson og aðrir stjórnarliðar vilja kannski heldur fá á sig málssókn vegna stjórnarskrárbrota. 

Komið hefur fram í fréttum að erindi hefur verið sent til Umboðsmanns Alþingis af 26 einstaklingum gegn fjármálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni vegna gjörninga hans í Icesave málinu með tilliti til Stjórnarskrár og stjórnsýslu brota.

 


mbl.is Stangast ekki á við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir innlitið og yfirlit "spillingalistans." Ég kem til með að nýta mér þessar uppl. Annars var ég búinn að leita en fann þessar uppl. hvergi. Aftur takk!

Þráinn Jökull Elísson, 19.11.2009 kl. 17:36

2 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir innlitið

Benedikta E, 19.11.2009 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband