19.11.2009 | 11:22
Fyrirhugað mannréttindabrot félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar á atvinnulausum ungmennum á aldrinum 15 - 24 ára - sem enn búa í foreldrahúsum!
Ráðherrann tjáði sig eins og honum einum er lægið - í Kastljós þætti - um sína fyrirhuguðu "fræðilegu" og "fagmannlegu" aðför að ungmennunum...........................................!
Það sem vakir fyrir ráðherranum er að skerða bætur til þessa hóps - undir því yfirskyni - að eftir hans fræðilegu rýni á þennan hóp ungmenna - þá sé það þessum hópi hollast að fá atvinnu þjálfun frá því opinbera - sem bótaskerðingin eigi að standa kostnað af.
Hvað er verið að gera með þessu - jú setja framfærslu ungmennanna yfir á foreldrana -
Að þiggja atvinnuleysisbætur fyrir ungmennin er staðfesting á því að þau eru reiknuð með í þjóðfélaginu og geti unnið - svo fremi þau fái vinnu við hæfi.
Hvernig er með atvinnu uppbyggingu stjórnvalda í þjóðfélaginu í dag - væri ekki vert að huga að þeim málum.
Þessi hópur ungmenna á rétt á að halda sínum bótum til jafns við aðra sem eru í sömu stöðu eða atvinnulausir.
Ætli ráðherrann sér að sjá til þess að umræddur hópur ungmenna fái atvinnu þjálfun - þá eiga þau að halda óskertum bótum á meðan atvinnuþjálfunin stendur yfir og þau hafa öðlast "atvinnufærni"að aflokinni - atvinnuþjálfuninni.
Fyrirmyndin að aðförinni sagði ráðherrann fengna frá "norrænu velferðarkerfunum" ???
Leyfi mér að efast um það að fyrirmyndin sé aðfengin - hún ber allt yfirbragð þess að um heimatilbúin brellubrögð ráðherrans sjálfs sé að ræða og hans föruneytis.
Eins og kreppuhala- löggjöf ráðherrans - sem hann setti heimilunum til höfuðs - en sögð var af ráðherranum að ætti að vera heimilunum til bjargar - því lík bellibrögð.
Um 2.550 íslensk ungmenni á atvinnuleysisskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.