Bellibrögðum Kaupþings og Bónusfeðga ógnað af alþýðunni - Þjóðarhagur er félag - hópur fjárfesta um kaup á Högum -Talsmaður þeirra Guðmundur Franklín Jónsson var í Silfri Egils og kynnti þau mál !

Ríkisbankinn Kaupþing á Haga - ekki feðgarnir eða Jóhannes kenndur við Bónus. Hagar skulda bankanum 50 milljarða............!

Félagið Þjóðarhagur vill nú gera Nýja Kaupþingi tilboð í Haga - sem gerir örugglega strik í þau bellibrögð sem uppi hafa verið í bankanum um afdrif Haga.

Þjóðarhagur er með vefsíðuna fhjodarhagur.is - þar getur fólk sem hefur áhuga á að verða aðilar að félagsskapnum skráð sig - í dag höfðu yfir tvö þúsund manns skráð sig á síðuna.


mbl.is Mikill áhugi á Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er rétt að eigendur vefsíðunnar "thjodarhagur.is" séu Ólafur Ólafsson og eða aðilar í tengslum við Gift???  Er kanski skynsamlegt að athuga fyrst hvar "Finnur" er í málinu áður en farið er að fagna þesssum nýja þjóðarhag?

Gísli Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 15:44

2 Smámynd: Benedikta E

Veit nú ekkert um það - en þeir sem hafa þær upplýsingar ættu að koma með þær hreint út - ekki veit ég.

Benedikta E, 15.11.2009 kl. 15:54

3 identicon

Ástþór Magnússon segir að S-hópurinn, Finnur Ingólfsson, Ólafur i Samskipum og Kaupfélag Skagfirðinga standi á bakvið þetta tilboð.  Nú er ástandið þannig á Íslandi að það er ekki lengur hægt að tala um "hóp fjárfesta".  Nöfnin á borðið takk!

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:44

4 Smámynd: Benedikta E

Nöfnin á borðið - algjörlega sammála því - fólk vill ekki meir af "grúp"eitthvað eða "S"- eitthvað - það er öruggt og víst .

Þeir sem vita eða hafa heyrt - eiga að segja frá - TAKK -

Benedikta E, 15.11.2009 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband