13.11.2009 | 00:03
Umfjóllun fjölmiðla og netheima virðist hafa komið að gagni - drengnum sem um var fjallað - ömmu hans og nær fjölskyldu - Er það vel !
Í málefnum barna þarf ávalt að gæta fyllstu fagmennsku- og mannúðar.
Barnavernd Reykjavíkur sem hefur með mál þetta að gera - "harmar umfjöllun í fjölmiðlum og netheimum"
Ekki er hægt að sjá annað en umfjöllun sú sem barnaverndarnefnd harmar - hafi bara verið málinu til góðs frekar en annað.
Eðlilegt mætti telja að sett yrði inn sá stuðningur sem þörf væri talin á í heimili og aðstæður ömmunar til velferðar fyrir drenginn og hans fjölskyldu - með það að markmiði að halda fjölskyldunni sameinaðri en ekki sundra henni.
Í barnaverndarmálum er það afskaplega dýrmætt barni sem ekki getur notið foreldra sinna - að í fjölskyldu sé ná komin ættingi barnsins sem vill og getur annast barnið - það er barninu vænlegra en vandalausir á launum frá því opinbera.
Breiðavíkur-málið ætti að vera víti til varnaðar - til framtíðar.
Harmar umfjöllun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefði verið óskandi að slík fjölmiðlaumfjöllun hefði verið til staðar þegar tvíburadrengir voru teknir frá fjölskyldu sinni og ættleiddir til vandalausra í óþökk nánustu aðstandenda! Ég vissi ekki af því máli fyrr en í umfjöllun RUV um helgina og er satt best að segja miður mín. Hvernig er hægt að koma svona fram? Ekki nóg með að afi barnanna hafi misst dóttur sína heldur er hann rændur barnabörnunum líka. Já ég segi og skrifa rændur því mér finnst þetta einna helst líkjast mannráni. Þarna virðast allar reglur varðandi meðferð mála hafa verið sveigðar, ef ekki brotnar! Þetta er til skammar!!!
Guðrún (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 11:02
Sammála þér Guðrún - og svo börnin sjálf - Hvað er í gangi í þessu barnaverndar - apparati.
Barnaverndarstofa ætlar víst að rannsaka þetta mál - hún hafði ekki vitneskju um málið fyrr en eftir umfjöllunina í sjónvarpinu.
Vonandi verður sú rannsókn þannig að hafin verði yfir allan vafa.
Benedikta E, 18.11.2009 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.