Ekki er nú hægt að segja að það hafi verið - drotningarviðtal við Ingibjörgu Sólrúnu á Skjá Einum í kvöld!

Hvert svo sem plottið var með þessu viðtali þá var það gjörsamlega misheppnað !

Kannski er hún að búa í haginn fyrir sig áður en rannsóknarskýrslan verður birt - hennar verður nú eitthvað gerið þar - kannski veit hún um eitthvað þó hún ætti ekki að hafa vitneskju um hvað fram kemur í þeirri skýrslu.

En eitt var þó gott að kom fram - að það var Geir H. Haarde sem hafði loksins - vit fyrir henni að hætta eftir áramótin -  auðvitað hefði hún átt að vera löngu hætt  - fólk þarf að vera með fulla heilsu til að geta boðið sig til forustustarfa fyrir heila þjóð.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Var lasin og reið á Borgarafundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segðu...með heilaæxli og kemur fram og segir veikindin ekki hafa nein áhrif á vinnu hennar. Að hún skuli ekki hafa farið í veikindafrí um leið og hún greindist í þessu starfi sem hún var í hefur mér alltaf fundist skrítið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.11.2009 kl. 21:20

2 Smámynd: Benedikta E

Sammála þér Ingibjörg Guðrún.

Hún ætti ekki að koma fram núna og afsaka framferði sitt með veikindum sínum - það var alþjóð augljóst að manneskjan var ekki fær um að standa í forsvari fyrir heila þjóð eins og hún var ásig komin - og véla um örlög þjóðarinnar á eigin spýtur í jafn alvarlegu máli og Icesave málinu eins og fram kom í þessu viðtali hennar að hún hefði verið að aðhafast í Bretlandi í Desember 2008

Auðvitað hefði hún átt að fara í veikindafrí strax - það er ekki nokkur spurning.

Benedikta E, 13.11.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband