11.11.2009 | 19:11
Vanhæf ríkisstjórn - stendur í vegi fyrir endurreisn efnahagslítsins á Íslandi - lengir og dýpkar kreppuna!
Mats Jósefsson sænski ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum - gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda - við endurreisn efnahagslífsins - sem hann segir að dýpki og lengi kreppuna .
Hann segir að "svo virðist sem endurreisn efnahagslífsins sé ekki í forgrunni hjá stjórnvöldum"
Samkvæmt gagnrýni Josefsson þá eru stjórnvöld svo hroðalega vanhæf að þau hlusta ekki einu sinni á aðkeypta ráðgjöf eins og frá Josefsson
Þetta er svo sem ekki skoðun sem er ný af nálinni - það má segja að með brjóstvitinu einu saman sé auðvelt að átta sig á vanhæfninni - það þarf ekki erlendan trúlega ofurlaunaðan fjármálaráðgjafa til að átta sig á ástandinu á ríkisstjórn Íslands. Því miður !
Josefsson gagnrýnir seinagang stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri gífurlegur munur að hafa íhaldið við völd núna, þó ekki væri til annars en að taka til eftir sig. Það er víst ansi mikið starf!
Snati (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.