11.11.2009 | 15:19
Var ekki ríkissjóður rekinn hallalaus - í tíð Geirs H.Haarde forsætisráðherra og fjármálaráðherra!
Hvernig varð þessi gífurlegi hallabúskapur ríkissjóðs til og af hverjum stofnaður - hverjar eru skuldirnar - ekkert af þessu fæst upplýst af núverandi forsætisráðherra Jóhönnu Sigurðardóttur og fjármálaráðherra Steingrími J. Sigfússyni.
Hver er það sem komið hefur ríkissjóði að skranflokki - lánshæfis ? Steingrímur ! - Jóhanna ! svarið þið því .
Það eina sem þau stagast sífeldlega á er að skattahækkanir muni stoppa upp í fjárlagagatið - þetta eiga að vera nægjanlegar upplýsingar fyrir skattgreiðendur - starfandi eða atvinnulausa!
Samfylkingarfólkið á Alþingi talar um skattahækkanirnar séu til að "hreinsa upp eftir óstjórn efnahagsmála" ?
En eftir hverja er sú "óstjórn" ? Gott væri að Samfylkingarfólkið svaraði því ...........!
Lánshæfismatið á eftir að marg versna eftir aðkomu þessarar vanhæfu ríkisstjórnar - þeirra Jóhönnu og Steingríms - Ennþá verra verður það þegar þeirra lang þráðu lán frá AGS og allra hinna hafa fundið leiðina í fang þessara fjármála vitringa - sem ekkert kunna með fjármuni að fara -! En hverjum verður þá um kennt - Ekki þeim sjálfum..................Neeeeei - örugglega ekki.
Sjálfstæðisflokkurinn - verður hann ekki áframhaldandi sökudólgurinn fyrir - ÖLLU -? Hvort sem hann á það eða - EKKI - Hvað annað.
Lánshæfismat ríkisins lækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur þú verið sofandi undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn á klárlega stæsta sök á því hvernig málum er komið. En hitt er reyndar ljóst að vinstri flokkarnir virðast áfjáðir í að sanna að þeir séu álíka labbakútar og eru endanlega að reka þetta þjóðfélag okkar á fullu trukki niður í jörðina. Aumingjar allir saman.
Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 11.11.2009 kl. 16:27
Sjáðu ég er aðeins að tala um staðreyndir og fyrst og fremst það - þjóðin er ekki upplýst um stöðu - skuldir ríkisins.
Ríkissjóður var hallalaus fyrir ári síðan - hvaða skuldir eru það sem íþyngja ríkissjóði í dag og hverjir hafa stofnað til þeirra - hver er raunveruleg upphæð ?
Ef ríkisstjórnin veit það ekki - þá á hún að segja það - og við því verður þá að bregðast.
Benedikta E, 11.11.2009 kl. 16:45
Já það er erfitt að vera sjálfstæðismaður í dag... Viltu knús?
Áhorfandinn (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 17:51
Það er nú mun skárra að vera sjálfstæðismaður í dag! Þótt ég sé óflokksbundinn, þá sé ég alveg muninn á vondu eða verstu. Samfylking í samstarfi við VG hafa algjörlega skitið uppá bak, eða öllur heldur uppá háls. Öll málefni sem þau koma að eru einungis smá skítafix og síðan ætla þau að knýja þjóðina í þrot til að komast í ESB. Fólk mun rísa upp og segja hingað og ekki lengra! Ég er bara að bíða eftir því, það ætti að gerast von bráðar.
Geir (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.