Hasar var á Alþingi í dag! - Hörð gagnrýni Bjarna Benediktssonar á skattkerfisbreytingu ríkisstjórnarinnar - sem þingið heyrði fyrst af í fjölmiðlum - sem ekkert hefði verið kynt þinginu né heldur fengið þinglega um ræðu!En látið leka í fjölmiðla!

Þar sem um jafn veigamikið mál væri að ræða fyrir landsmenn krafðist Bjarni þess að skattkerfisbreytingin og ætlaðar skattahækkanir yrðu teknar á dagskrá þingsins tafarlaust utandagskrár - annað yrði látið víkja af dagskrá -þingsins.

Sagði Bjarni það gjörsamlega óviðunandi að þingmenn væru látnir frétta af slíkum stórmálum í fjölmiðlum.

Fleiri þingmenn frá Sjálfstæðisflokki og Framsókn óskuðu eftir að komast á mælendaskrá en var meinað það af forseta þingsins - Samfylkingarþingmanninum Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur með sínum alkunna samfylkingar yfirgangi og hroka.

All mikið uppþot varð í þingsalnum og þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengu út!

Málalyktir urðu þær að - Utandagskrárumræða verður á föstudaginn um skattkerfisbreytinguna og skattahækkanir Bjarni Benediktsson hefur framsögu en Steingrímur J.Sigfússon situr fyrir svörum.

Það má sko alveg búast við heitum umræðum þar............manneskja mín !


mbl.is Brjáluð leið - ekki blönduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Var ekki Skattagrímur nýbúinn að segja okkur að við þyrftum ekkert að borga miklu hærri skatta?

Offari, 10.11.2009 kl. 23:21

2 Smámynd: Benedikta E

Offari - JÚ - það var þá !- En þú veist líklega að það sem þau segja - ríkisstjórnar-parið ...breytist hraðar en á milli daga..................!

Benedikta E, 10.11.2009 kl. 23:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Það hitnar í kolunum, nú er stjórnarandstaðan að missa þolinmæðina á þessari "ráðstjórn".

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2009 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband