Stjórn ungra Vg. - virðist vera á flæðiskeri staddir með baráttu málefni ! NÚ vilja þeir láta leggja niður Háskólakapelluna!

Beina þeir nú sjónum sínum og umræðu að Háskólakapellunni og meina að "farsælast" sé að leggja hana niður þar sem Háskólakapellan sé einungis ætluð þeim sem játa Kristna trú.

Í því felist misrétti gagnvart öðrum trúarbrögðum - er þar ekki nokkuð langt seilst í útvatnaðri vitleysunni  ?

Þess ber að geta að Háskólakapellan tilheyrir - guðfræðideild Háskóla Íslands - þar hefur guðfræðideildin starfsaðstöðu fyrir nemendur guðfræðideildar.

Háskoli Íslands var stofnaður árið 1911 - og var guðfræðideildin ein af fjórum fyrstu deildum skólans.

Við stofnun Háskólans 1911 - voru Prestaskólinn - Læknaskólinn - og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild innan skólans auk heimspekideildar.

Er því guðfræðideildin ein af fjórum elstu deildum Háskóla Íslands .


mbl.is Vilja leggja niður alla aðstöðu til trúariðkunar innan HÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki tími til kominn að leggja niður guðfræðideildina og slíta tengsl milli ríkis og kirkju?

Eðlilegast væri að hvert trúfélag sæi um að mennta sitt fólk, en ekki nota peninga skattgreiðenda til þess.

Sigga (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 18:08

2 Smámynd: Benedikta E

Er  þá ekki eðlilegt að sami háttur sé hafður á með aðra starfsmenntun - hver stofnun sjái um menntun sinna starfsmanna til dæmis heilbrigðisþjónusta - skólakerfið hver skóli sjái um menntun sinna kennara í hverri grein fyrir sig.

Öll þjónusta yrði þá einkarekin - og kostnaður greiddur af notendum.

Benedikta E, 31.10.2009 kl. 19:29

3 identicon

Enn einn kjánalegur pistill úr skrifbordsskúffu Valhallar.   Perversisminn lifir thar gódu lífi.

rommi (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 21:30

4 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta eru gáfulegar áherslur hjá VG í þjóðmálaumræðunni. Þeir eru svolítið í skjön við sjálfa sig blessaðir og vilja hafa allt ríkisrekið í dag - nema ekki kirkjuna. Af hverju? Af því að þeir sjálfir trúa ekki? Væri ekki nær að ungir VG ályktuðu um stöðu heimilanna á landinu sem er afar bágborin.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 05:36

5 Smámynd: Benedikta E

Góði rommi vertu ekki að rífa þinn heimska túla.

Benedikta E, 2.11.2009 kl. 01:11

6 Smámynd: Benedikta E

Segðu það Guðmundur - þeim væri sko nær - en viðbótar ástæða - þeir reyna að setja Háskólakapelluna í fókus - dreifa athyglinni frá neyð heimilanna og öllu fárinu sem er í kringum þessa vanhæfu ríkisstjórn!

Hún hangir varla margar viku í viðbót - hvort það verður Icesave eða fjárlaugin sem fella hana endanlega - hún er sko fallin því óstjórnin  er ekki starfhæf - þau eiga bara eftir að fara á Bessastaði og skila vini sínum umboðinu.

Benedikta E, 2.11.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband