22.10.2009 | 10:10
Það er þetta með andófistana í VG.- þeir velta út úr skápunum - tjá sig af eldmóði - með faglegri þekkingu - á vitrænum nótum!
Það vekur uppljómun og smá von - það er þá einn sem talar fyrir þjóðarhag í ríkisstjórnarflokkunum......?
En hvað svo - röddin er þögnuð.....? - Andófsistanum var troðið inn í skápinn aftur - kannski með dúsu - það heyrist ekkert lengur - JÆJA - !
En leyfum Lilju Mósesdóttur að njóta vafans í þetta sinn - greinin hennar í Morgunblaðinu í dag er faglega og dómgreindarlega mjög góð -
Lilja segir þar meðal annars - að gera þurfi róttækar breytingar á efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.......!
Einnig segir Lilja að margra mánaða tafir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á umsömdum lánagreiðslum sjóðsins til Íslands sé ekki hægt að líta öðruvísi á en þannig - að sjóðurinn hafi einhliða sagt upp samkomulaginu við Íslendinga. Þetta er alveg rétt hjá Lilju.........!
Endurteki hér - Grein Lilju er mjög góð og best að lesa hana í heild sinni - hún er í viðhengi við færsluna.
Nú er bara að vona að greinarhöfundi verði ekki troðið aftur inn í þöggunarskáp Steingríms og Jóhönnu.
Gera þarf róttæka breytingu á efnahagsáætlun AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lilja kemur ekki út úr neinum skáp! Hún hefur alltaf sagt hug sinn og ég hef ekki orðið var við að hún hafi látið þagga niður í sér hingað til.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.10.2009 kl. 10:48
Það er kannski alveg rétt hjá þér Benedikt en henni hefur ekki haldist uppi með að fylgja sínum réttmæta málflutning eftir svo neinu nemi.
En mér segir svo hugur að hún muni gera það í þetta sinn - enda hlýtur hún að fá þverpólitískan stuðning við það sem kemur fram í hennar gagnlegu blaðagrein.
Benedikta E, 22.10.2009 kl. 10:58
Ég held því miður að það verði grafið undan Lilju af öllum flokkum nema hreyfingunni. Ástæðan er sú að hún lýtur ekki flokksaga og fjallar faglega um hlutina. Slíkur málflutningur opinberar spillingu og sérhagsmuni og er því hættulegur.
Ég held að ástæða þess að hennar málflutningur kafnar, er spunaflaumur stjórnmálanna og lélegir fjölmiðlar. Hennar sök er í mesta lagi að vera full hógvær en mér sýnist henni vera að vaxa fiskur um hrygg. Vonandi er það rétt hjá mér.
En það er hinns vegar alveg rétt hjá þér að hennar sjónarmið hafa ekki komið nógu skýrt fram.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 22.10.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.