Norska-aðferðin gegn vændi - !

Á níunda áratugnum varð mikil aukning á götuvændi í Osló.

Það var þess tíma kreppa og versnandi lífskjör.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað gegn þessum faraldri - með sífeldar lögreglurassíur á vændiskonurnar - töluvert var talað um þetta götuvændi og rassíur lögreglunnar í fjölmiðlum.

Í framhaldi af þessum sífeldu aðgerðum lögreglunnar gegn vændiskonunum og mikilli aukningu á þessu götuvændi - fóru konur í Osló að fá áhuga á því hverjir það væru sem keyptu vændið - hverjir væru kúnnarnir?

Þessar konur létu sér ekki nægja að pæla í því hverjir kúnnarnir væru - þær tóku sig til og gerðu áhlaup á vændiskaupendurna - það fór þannig fram að þær máluðu bílana þeirra með sterk-bleikri málningu.

Þessi aðför gegn vændis-kúnnunum vakti mikla athygli og umtal ekki síst í fjölmiðlum.

Það sem einna mesta athygli fékk í umræðunni var hvað - vændiskúnnarnir voru á dýrum og flottum bílum.

En það voru ekki allir sem hrópuðu - HÚRRA - fyrir framtakinu - það heyrðust líka maðvirkni-raddir sem vorkenndu aumingja mönnunum sem fengu fínu bílana sína útataða í bleikri málningu og hvað áttu þeir svo að segja heima hjá sér.

Ætla mátti að þeir sem meðvirkni-raddirnar áttu hafi verið þeir "heppnu"sem sluppu fyrir hornið frá bleiku-málningunni - með dýru og fínu bílana sína !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband