16.10.2009 | 22:59
Biskupinn ber ábyrgð á að prestar í starfi innan þjóðkirkjunnar - sinni sínum preststörfum - án þess að misbjóða siðgæðisvitund manna!
Biskupinn - ber ábyrgð á að í söfnuðum þjóðkirkjunnar séu við störf prestar sem ekki misbjóða siðgæðisvitund manna.
Gunnar Björnsson hefur misboðið siðgæðisvitund safnaðarbarna Selfosskirkju - ætti hann því að sýna þá kristilegu auðmýkt að víkja þegjandi og hljóðalaust til hliðar úr því sem orðið er.
Nokkuð hlýtur að skorta á dómgreind prestsinns og kristilegt kærleiksþel til sóknarbarna Selfosskirkju að hann skuli ekki átta sig á þessu.
Hörð gagnrýni á biskupinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir hjá þér Benedikta E. Gunnar Björnsson Séra með meiru,hefir verið ansi mikill óróaseggur.Hann var gerður brottrækur frá Önundafirði,síðan frá Fríkirkjunni í Reykjavík,og núna frá Selfossi.Ótrúlegt að sjá það og heyra í fréttum hvaða Prestar eru að styðja hann,og þar á meðal var hún Auður Eir,Vigfús Árnason,og Þórir Stephensen og fleiri.
Númi (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 23:07
Það má allavega álíta sem svo að eitthvað vanti upp á virðingu og kristilegt kærleiksþel þessara presta til safnaða-barna kirknanna.
Presturinn á að vera auðmjúkur þjónn Guðs fyrir söfnuðinn.
Eru þessir prestar það ?
Benedikta E, 16.10.2009 kl. 23:17
ÞEIR ÞJÓNA EKKI GUÐI SVO MIKIÐ ER VÍST ÞEIR BRJÓTA ÖLL BOÐORÐ GUÐS OG KUNNA EKKI AÐ SKAMMAST SÝN FRÁ MÉR SÉÐ TRÚ NÍÐINGAR
Jón Sveinsson, 16.10.2009 kl. 23:22
Það er sök nútímaþjóðfélags hve sorglega komið er fyrir fólki eins og t.d. Séra Gunnari Björnsyni, hann er ásakaður fyrir að hafa verið of "góðlegur" við stúlkur í söfnuði sínum að mig minnir, og að hafa gengið of langt í að vera "ástúðlegur" ( í merkingunni að vera elskulegur, vingjarnlegur, góðlegur) það þótti ekki alvarlegt brot á blygðunarkennd fólks hér áður fyrr að vera vingjarnlegur við fólk, og þá síst hvað presta varðaði, þeir voru alltaf, alla vega hvað mig minnir, góði maðurinn með Jesús svipinn, en í dag virðist sem upp úr pottinum sé að sjóða og gamlar venjur séu ekki lengur í gildi. Það er til að mynda varhugavert fyrir frænda eða frænku að vera "of elskuleg / vinaleg" við littlu frænku eða frænda, þar sem greinilega aldrei er að vita hvenær einhver gæti kært þau fyrir "of mikil elskulegheit" svo ég orði það á þann hátt!
Þetta er í stuttu máli orðið allt of mikið reglugerðartilskipunarþjóðfélag sem stýrist af steríleseraðri miðstýringu frá löndum sem íslendingar miða sig því allt of oft við, t.d. Svíþjóð, og í raun alla Skandinavíu. Vonandi eru einhverstaðar eftir hin einu sönnu gildi heimilis og góðrar og gildar ástar, geymdar í djúpum hjartarrótum okkar sem ekki láta reglur og lagabókstafi algerlega ráða för okkar.
Guðmundur Júlíusson, 16.10.2009 kl. 23:37
Það er þetta Guðmundur að presturinn í kirkjusókninni - halda sig innan velsæmis-markana.
Það er ekki annað - sem verið er að fara fram á !
Benedikta E, 17.10.2009 kl. 00:35
Sæl, ég er ekki að skilja þetta svar þitt sorrý """
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 17.10.2009 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.