Sterkur málflutningur Bjarna Benediktssonar gefur von ! - við stefnuræðu forsætisráðherra!

Bjarni sagði allt sem segja þurfti - staðreyndir - sannleikann og úrræði til lausnar vanda !

Bjarni sagði " Á Íslandi er ekki aðeins efnahagskreppa - heldur einnig stjórnarkreppa - það sjá allir og vita"..........Einnig sagði hann að ríkisstjórnin væri ekki starfi sínu vaxin.

Bjarni sagði að Sjálfstæðisflokkurinn myndi innan skamms tíma leggja fram nýjar tillögur í efnahagsmálum sem muni leiða þjóðina út úr kreppunni - nái þær fram að ganga.

Sagði Bjarni að með tillögunum vildi Sjálfstæðisflokkurinn tefla fram metnaðarfullum valkosti á móti metnaðarlausum fjárlögum ríkisstjórnarinnar.

Sagði hann að skattahækkanir þær og niðurskurður sem mælt væri fyrir um í fjárlögunum væri ekkert annað en gróf aðför að heimilunum í landinu - sem yrði til þess að dýpka kreppuna.

Bjarni sagði að "ríkisstjórnin ætlaði sér að ráðast í mestu skattahækkanir Íslandssögunnar"

Okkar leið - sagði Bjarni - mun bæta afkomu ríkissjóðs um allt að 80 milljarða króna strax á næsta ári.

Bjarni varaði við flötum niðurskurði í velferðarkerfinu sagði hann beint vera hættulegan - fleira og fleira áhugavert og uppbyggjandi sem hann kom inn á í ræðu sinni - má lesa um -  í viðhengisgrein .

Bjarni sendi Alþjóðagjaldeyrissjóðnum kaldar kveðjur og sagði að endurskoða þyrfti áætlun með sjóðnum.

Ræða Bjarna var meiriháttar góð vonandi hafa sem flestir hlýtt á hana við sjónvarpstækið í kvöld.

 


mbl.is Stjórnarkreppa í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já hann var harðorður og ákveðinn núna,ég kann því vel.

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2009 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband