Árni Helgason hlaut sterka kosningu í formannskjöri Heimdallar félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Í ýtarlegri stjórnmálaályktun ný kjörinnar stjórnar Heimdallar segir svo m.a. að hörmuð sé hjáseta meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins í atkvæðagreiðslu á Alþingi um Icesave-frumvarpið.

Einnig er tekið fram í ályktuninni að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sé ógæfuspor og hagsmunum Íslands sé betur borgið utan sambandsins en innan þess.

Einnig er skorað á Alþingi að hafa hag skattgreiðenda að leiðarljósi við fjárlagagerð fyrir næsta ár.

Ný lífskjarasókn verði ekki grundvölluð á háum sköttum eða lífsháttastjórnun núverandi vinstristjórnar.

Með framangreindum tilvitnunum til stjórnmálaályktunar nýkjörinnar stjórnar Heimdallar kemur glöggt fram að stjórn Heimdallar talar þarna máli mikils meirihluta sjálfstæðismanna - óháð aldri - !

Þarna tala - þroskaðir stjórnmálamenn - aldur og þroski er afstæður!

Ágætu stjórnarmenn Heimdallar- Það styttist í næstu landsmála-kosningar..........!

Hamingjuóskir til sjálfstæðismanna með stjórnarkjör Heimdallar.

 

 


mbl.is Árni kjörinn formaður Heimdallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband