19.8.2009 | 14:20
Ágætu Alþingis menn hvar í flokki sem þið standið - NÚ - er runnin upp ykkar tími - að endurheimta glatað traust og virðingu - Alþingi Íslendinga til handa!
Það gerist með þingstörfum ykkar í þinginu og afgreiðslu ykkar á Æsseif málinu.
Standið þið fram sem talsmenn þjóðarhagsmuna - og segið - NEI - við Æsseif frumvarpi ríkisstjórnarinnar........!
Alþjóð og umheiminum öllum er kunnugt um hvernig ríkisstjórnarfólkið hefur haldið á þeim málum!
Þjóð og þingi til stórskaða - og ríkisstjórn Íslands til mikillar minnkunar og álitshnekkis um víða veröld - eða þar sem um Ísland er rætt í dag árið 2009
En það er ekki aðeins að ríkisstjórnarfólkið hafi dregið ímynd ríkistjórnar Íslands niður á plan lákúrunnar heldur reyna þau Jóhanna og Steingrímur - ótrauð að draga þingmennina og löggjafarvaldið þangað líka.
Þarf ekki lengra en að líta á viðhengda frétt þar sem Morgunblaðið talar við þau Jóhönnu og Steingrím í morgun 19.ágúst 2009
En þeim segist þar meðal annars svo Jóhanna "Þegar Icesave-samninginn verður -SAMÞYKKTUR- á Alþingi verður fljótlega unnið að" ...................!
Síðan kemur Steingrímur með sínar staðhæfingar "Við göngum út frá því að þá sé bara eftir tæknilegur frágangur og úrvinnsla.................!
Þarna eru þau tvö forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann forustufólk ríkisstjórnarinnar að segja að þingleg umræða sé óþarft aukaatriði - og afgreiðsla þingsins formsatriði þvílík vanvirða við löggjafarvaldið og skilaboðin sem þau eru að gefa til þjóðar og þings og umheimsins alls !
Enda er þessum "óþörfu" formsatriðum og þinglegri umræuðu ekki ætlaður nema tveir dagar í þinginu því þá fer þingið í sumarfrí fram á haust........Það er mikið atriði eins og kemur fram hjá Jóhönnu í viðhengdri frétt.
Mikill meirihluti þjóðarinnar er óttasleginn - en vonar á þingmenn sína að þeir segi - NEI - við Æsseif frumvarpi ríkisstjórnarinnar !
Afgreitt í vikunni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.