10.8.2009 | 15:32
Alþingi er óheimilt að veita ríkisábyrgð fyrir Æsseif "samningnum" !
Eftirfarandi þættir kveða afdráttarlaust á um heimildarleysi Alþingis til að skuldsetja þjóðina með ríkisábyrgð vegna Æsseif "samningsins" sem þau Jóhanna og Steingrímur hafa einsett sér að velta yfir á þjóðina jafnvel þó svo að augljóst sé að það kosti þjóðina - og komandi kynslóðir botnlausa skulda ánauð .........!
1. ) Stjórnarskrár brot - 40. og 41. grein stjórnarskrárinnar - meðal annars "óheimilt að skuldsetja þjóðina" refsiverð ákvæði koma þar fram séu stjórnarskrárvarin ákvæði brotin ......................!
2. ) Í reglum Evrópusambandsins er aðildarríkjum EES stranglega bannað að veita ríkisábyrgð - vegna samkeppnishagsmuna - Tilskipun 94/19/EB
3. ) Mikill meirihluti þjóðarinnar er algjörlega mótfallinn því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna Æsseif gjörnings Landsbankans - banka sem þá var í einkaeigu Björgólfsfeðga - og þjóðinni algjörlega óviðkomandi rekstur þess banka ...........!
4. ) Meirihluti þingmanna Alþingis Íslendinga skynjar fyllilega ábyrgð sína í þessu máli gagnvart þjóð og þingi - og stígur fram til varnar hagsmunum Íslendinga - þannig að meirihluti er ekki á Alþingi fyrir frumvarpi þeirra Jóhönnu og Steingríms - fyrir því að veita þeim óheimila ríkisábyrgð .........!
En samkvæmt slæmri reynslu setur óhug og ótta að íslensku þjóðinni - verður sömu úrræðum beitt að hálfu forsætisráðherra og við afgreiðslu aðildarumsóknar að ESB - kúgun og valdníðslu beitt á þingmenn til að knýja fram nauman meirihluta..............?
Slíkt verður ekki látið viðgangast í þetta sinn - Jóhanna ...........!
Efast um alvöru þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
er þa hægt að kæra þá þingmenn sem greiða athvæði með rikisábyrgð Icesave fyrir brot á 40 og 41 grein stjórnarskránnar ?
Hver er refsing við þvi ?
Hvernig sækir fólk rétt þjóðarinnar í slíkum málum ?
Nú er augljóst að ríkisstjórn sjálfstæðis og samfylkingarmanna braut áhvæði um landráð í haust samt hefur ekkert gerst í þeim málum og engin sínt því áhuga þar með spyr mar sig hvort að þessi lög hafi yfirleitt ethvað að segja.
Johann Trast Palmason, 10.8.2009 kl. 15:47
Klíkan á Alþingi hefur eyðilagt landið, það er rétt að halda því til haga. Fólk gargar (og ekki alveg að ósekju): "Jóhanna!" á forsætisráðherran sem stendur yfir rjúkandi rústum þjóðarinnar eftir sjálftöku Framsóknarflokks (Finnur Ingólfs & co. í Samvinnutryggingum/Gift/VÍS/Kaupþingi) og Sjálfstæðisflokks (hverjir skriðu á eftir Björgólfunum á sínum tíma?). Rétt er hinsvegar líka að halda til haga að hún og Steingrímur "vilja ekki I"cesave samningana, þau bara "sjá ekki" annan kost í stöðunni.
Það þýðir hinsvegar að það sé ekki annar kostur og heldur ekki að þau séu ekki fólkið til að sækja hann. Síðasti og versti kosturinn er núverandi stjórnarandstaða sem hugsar um það eitt, EINS OG ALLTAF, að fóðra sig og sína og ekki hina. Það er ekki hægt að halda þeim andskota að Jóu og Steina.
Það sem Ísland vantar núna er skýr stefna og raunsæ markmið. Ekki bölsýni eða ofurbjartsýni. Og alls ekki pólítíska tækifærismennsku.
Rúnar Þór Þórarinsson, 10.8.2009 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.