29.7.2009 | 14:34
Afnotagjöld til RÚV hafa gefið lífið til áhorfenda sjónvarpsins nú síðustu mánuðina!
Þó segja megi að júlí mánuðurinn hafi tekið steininn úr - það hefur bara varla verið nokkuð sem hægt hefur verið að horfa á fyrir utan fréttatímana..............
Um helgar er sérlega lélegt og lágkúrulegt efni því miður - ógeðslegar rusl myndir marg endursýndar - hreint ekki boðlegar nokkurri manneskju........
Áhorf hlýtur að vera mjög lítið - svo lítið að það er ekki talað um það einu sinni. Ég geri það að tillögu minni að sjónvarpið taki 3 mánuði í sumarfrí og þá 3 mánuði greiðir þjóðin að sjálfsögðu ekki nefskattinn/afnotagjöldin..........
Það er mikið betra að loka alveg fyrir - en halda úti einhverjum útsendingum sem enginn horfir á !
Dagar Kompáss taldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já, vá hvað ég er sammála þér!
Það er alveg ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að fá betri þætti og nýrri bíómyndir fyrir þessi afnotagjöld.
Ég var í sumarbústað um daginn þar sem náðist bara RUV, og það var algjör kvöl og pína að geta ekki horft á neitt áhugavert í heila viku.
Hápuktur helgarinnar var kvikmynd "um Ítalskan mann sem fór til Kína að leita að gallaðri vél sem fyrirtækið hans hafði sent þangað!"
KOMMON !!!! :-D
Linda Pé, 29.7.2009 kl. 15:58
Sæl Linda.
Þeir kaupa gamalt rusl sem enginn lítur við - það er nógu gott fyrir "lýðinn" okkur!
Ég hringdi á RÚV þegar Kastljósið var sett í sumarfrí - á örlagatíma þjóðarinnar í Alþingi..........
Undirtektirnar sem ég fékk - "fólkið verður að fá sumarfríið sitt"..................
Takk fyrir innlitið.
Benedikta E, 29.7.2009 kl. 17:32
Nákvæmlega! Enginn tilgangur að borga afnotagjöld sem er mörg þúsund krónur á mánuði fyrir eitthvað sem er algjört crap og þvæla Reyndar er ég bara 16 ára og borga engin afnotagjöld en það er eflaust rosalega tilgangslaust að vera neyddur til að borga fyrir stöð sem er bara rugl og þvæla á. Það ætti að vera eins og er hjá stöð 2 þar sem menn ráða hvort þeir séu með stöðina eða ekki Annaðhvort verður RÚV að vakna úr djúpum og værum múmínálfadvala og fara að sýna einhverjar bíómyndir og þætti sem vit er í (eins og KOMPÁS) eða þá að fólk eigi að fá að ráða hvort það borgi mörg þúsund kall í afnotagjöld eða nefskatt fyrir eitthvað algjört crap og rusl eða sleppi við að borga það
Óðinn Snær Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:42
Afskað hvað stafirnir eru stórir kann ekki að breyta
Óðinn Snær Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:43
Mér finnst að fyrst að við erum að borga svona anskoti mikinn pening fyrir þetta að við mættum allavegana fá að ráða hvað við sjáum, persónulega vil ég sjá fleiri íslenska þætti sjónvarpinu og þar á meðal Kompás sem er með þeim bestu íslensku þáttum sem ég hef séð!!!
.... (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:08
RÚV er alveg glatað, því miður. Það að halda uppi öllum þessum mannskap til að sýna jafn lélegt efni og raun er, er bara sorglegt fyrir staur-blanka þjóð. Vil alls ekki að Kompás hætti.
ullarinn (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:07
Sæll Óðinn.
Jú nú byrja foreldrar þínir eða þú sjálfur að borga nefskattinn - allir 16 ára og eldri þeir kalla það nefskatt núna /það sem var nefnt afnotagjöld áður líka blindir og ekki heyrandi..........óforskammað.
Fólk ætti að taka sig saman og láta innsigla sjónvarpstækin.
Takk fyrir innlitið.
Benedikta E, 29.7.2009 kl. 20:08
#5 -ip
#6 - ullarinn
Sammála ykkur betri - vandaðri og fjölbreyttari dagskrá - og fjölskylduvæna dagskrá á föstudags og laugardagskvöldum.
Takk fyrir innlitin.
Benedikta E, 29.7.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.