Hvaða munur er á glæp þeirra fjögurra stráka og fjársvika máli sem þeir tengjast og fjársvikum útrásarræningjanna!

Strákarnir sem eru í kringum tuttugu ára aldurinn sviku víst út tugi milljóna -  40 milljónir nefndi RÚV - þeim var umsvifalaust stungið í steininn og þeir dúsa þar.

En útrásar ræningjarnir sem rændu bankana innanfrá fyrir þúsundi milljarða eða trilljarða - eða ennþá hærri tölur -  sem venjulegt fólk kann hvorki að skrifa segja né heldur hugsa hvað þá meir......en ekkert er blakað við þeim þó þeir hafi sett heila þjóð á hausinn og stolið sparifé fólks út um allan heim - þeir virðast ekki heyra undir sömu löggjöf og strákarnir........

Undir hvaða löggjöf heyra útrásarræningjarnir?.........Eru þeir kannski hafnir yfir alla löggjöf ?

Almenningur vill fá að vita það..................Tafarlaust!


mbl.is Tveir handteknir vegna fjársvika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Enginn munur-aðeins hærri upphæðir hjá rásurunum..

hilmar jónsson, 28.7.2009 kl. 21:45

2 Smámynd: Jón Sveinsson

Það er heilmikill munur þar á til dæmis urtrásarþjófarnir hafa ríkisvaldið með sér eins og alþjóð veit, því þeir eru jafn spilltir og þeir, steldu brauði þá verður þú sett inn sem stórglæpamaður því þú hefur ekki Ríkistjórn með þér,

þess vegna dúsa drengirnir inni en ekki Útrásarvíkingarnir.

Jón Sveinsson, 28.7.2009 kl. 22:01

3 Smámynd: Benedikta E

Mér fannst það hljóma furðulega þegar talað var við sérstakan saksóknara í kvöldfréttum um handlagningu á fjármuni - "ekkert hafði verið handlagt af fjármunum því allt hafði verið í fyrirtækjum sem farið höfðu í þrot" eru þessi sort af krimmum þá laus allra mála ? Var það ekki það sem þeir stunduðu að ræna bankana  og fyrirtækin innanfrá og koma fjármununum í skattaskjól ?

Gæti hann verið svefngengill  þessa sérstaki saksóknari - allavega er mikil doði yfir honum...........

Benedikta E, 28.7.2009 kl. 22:29

4 identicon

mér finnst að það eigi að vera bannað að handtaka þessa stráka fyrrr en einhver af þessum útrásar ógeðum verður hantekin þá er hægt að fara að snúa sér af smákrimmunum ég er viss um að þessir strákar hafa ekki einu sinni náð broti af þeirri upphæð sem þeir eiga eftir að þurfa að borga í vexti af skuldum útrásar viðbjóðana yfir æfinna hollast værir að setja Hannnes Smárason og þessa kb menn beint í gálgan og láta þá dingla þar eins og pendúl...............

Einar (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:05

5 Smámynd: Benedikta E

Skipuleggja áskorun til dómsmálaráðherra á tölvuðósti  "Smá þjófarnir víki úr tukthúsinu -  svo stór þjófa glæpalýðurinn komist þar inn"............................

Benedikta E, 28.7.2009 kl. 23:28

6 identicon

Síðan hvenær eru 40 milljóna svik smávægileg?

Þessir andskotar eiga skilið að dúsa lengi inni fyrir svona þvælu.

asf (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 05:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband