Hvað segja dýrin ? - Sagan af henni MÍSKU - PÍSKU.

Míska - Píska var hefðarköttur og heimsborgari.

Hún fæddist í Santa Barbara - en fluttist til Íslands með eiganda sínum og kisumömmunni Coctho

Míska Písla var hálfur síams - mjög falleg kisa - ánægð með sjálfa sig og vildi láta dáðst að sér.

Hún fékk ríkulega aðdáun í fjölskyldunni enda kisurnar báðar virtar sem fullgildir fjölskyldumeðlimir í dýra elskandi fjölskyldu.

Míska Píska var mikill veðurviti - ef svo má segja - hún lét vita ef óveður var í aðsigi.

Hún gerði það með þeim hætti að nóttina áður en óveður skall á - æddi hún um húsið á slíkri fart - fram og til baka - fram og til baka - að ekki var svefnfriður fyrir henni.

Fjölskyldan þekkti þetta og tók mark á veðurspá Mísku Písku - reynslan hafði kennt þeim það.

Svo gerist það í júní mánuði - nánar tiltekið aðfaranótt 16.júní að Míska Píska er í æðiskasti -  spyrnir um húsið og heldur með því vöku fyrir fólkinu.

Ekki var búist við óveðri á þessum árstíma og tók því enginn mark á aðvörunaræði Mísku Písku í þetta sinn.

Engin veðurbrigði urðu daginn eftir.

Nóttina næstkomandi eða aðfaranótt 17. júní heldur Míska Píska uppteknum hætti og nóttina áður - æðir um húsið eins og vitlaus sé - nema hálfu verri en nóttina áður.

Enginn gat sofið fyrir látunum í henni.

Húsmóðirin á heimilinu taldi sig nú fullvissa um að kötturinn væri orðinn geðveikur að láta svona tvær nætur í röð - það hafði aldrei skeð áður.

Ekkert bólaði á óveðri né heldur voru fregnir af slíku frá Veðurstofu.

Viti menn kisan var ekki geðveik.

17. júní um miðjan dag urðu jarðskjálftarnir miklu sem lengi verða í manna minnum.

Míska Píska brást ekki - þó veðurstofan brygðist.

Jarðskjálftarnir komu öllum að óvörum nema Mísku Písku.

Þegar jarðskjálftarnir riðu yfir var Míska Píska salla róleg - kúrði sig hjá fólkinu og hughreysti þá sem

hræddir voru.Það gæti verið hugmynd fyrir Veðurstofuna að hafa sér til aðstoðar ferfættan veðurvita.  


mbl.is Spurt um jarðskjálftaspádóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ætla ég að draga þessa dæmisöguna þína í efa enda átt kött með þessa náðargáfu.

En einhvern veginn finnst mér samt gæta kaldhæðni í garð Veðurstofunnar af því hún er ekki að æra óstöðugan að óþörfu, hinsvegar finnst mér gæta tilhneigingar til að trúa þessari spákonu eða miðli eða hvað hún vill kalla sig.

Datt í hug að ef þetta rætist ekki hjá henni verði hún uppnefnd fjölmiðill eftir þetta.

Bara þetta sem ég vildi koma á framfæri fyrir utan eitt enn og það er að mér finnst það ábyrgðarhluti hjá miðli eins og Vikunni að vera ekki að birta slíka spár. Ég veit ekki betur en menn hafi verið að spá Kötlugosi og hlaupi alveg síðan 1980 og ekki bólar á því enn. Þannig að Vikan ætti að hugsa sinn gang í sölumennsku.

Þakka fyrir góða sögu.

Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Benedikta E

Sæll Baldvin.

Ég hef ekki lesið um jarðskjálfta spádóminn í Vikunni - ég heyrði bara talað um hann í fréttum í kvöld - þar kom fram að þessi kona hafði sagt fyrir um 2 jarðskjálfta áður - sem komu fram.

Svo þegar fór að líða á kvöldið varð mér hugsað til kisunnar minnar (en hún  dó úr krabbameini fyrir 2 árum) að það hefði nú verið gott að geta fengið jarðhræringa spá hjá Mísku Písku núna.

Heyrðir þú ekki um spámanninn á Ítalíu -  mig minnir að það hafi verið í vor - sem sagði fyrir um jarðskjálfta á ákveðnumstað í ákveðinni borg eða þorpi ég man ekki nafnið á staðnum......það var ekkert þekkt nafn.

Það var sagt frá þessu hér í fréttum.

Yfirvöld urðu alveg brjáluð út í manninn fyrir að vera að hræða fólk með því að segja frá svona - og hann fékk einhverja refsingu fyrir.............

En viti menn þegar var búið að taka spámanninn svona rækilega í gegn - þá gekk spádómur hans eftir - það urðu jarðskjálftar þar sem hann hafði sagt fyrir um að þeir yrðu og það voru nokkrir sem dóu og mikið eignatjón............

Þá varð harmi slegið fólkið öskureitt út í yfirvöld að taka ekki mark á spámanninum.......

Það verður að segja frá svona þeir sem fá svona vitneskju til sín geta ekki þagað yfir því - og taka ábyrgðina á því að þegja - þegar fólki hefur verið sagt frá svona spádómi þá getur hver og einn tekið sínar ákvarðanir fyrir sig.........

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 28.7.2009 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband