24.7.2009 | 23:52
Lífið:
Lífið er eins og antikbúð - þar sem öllu ægir saman - ekkert er í röð og reglu - eða virkar þannig - nema betur sé að gáð.
Ef þú ferð á hraðferð í gegnum slíka búð - sérðu ekki neitt - allt rennur saman í eitt - DRASL - DRASL.
Þú sérð ekkert sem vekur áhuga þinn.
Veist í raun ekkert hvað er þar - innan dyra.
Þú æddir framhjá gersemunum - án þess að taka eftir þeim.
Þannig er heimurinn.
Þú getur ætt í gegnum hvern daginn af öðrum - án þess að grípa tækifærin sem allsstaðar leynast - ef þú bara tækir eftir þeim.
Æða - á þess að uppgötva innihald lífsins.
Æða - án þess að finna samhljóminn við lífið sjálft.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.