24.7.2009 | 16:30
Leynifundir Ingibjargar Sólrúnar með Bretum og ESB í október 2008 út á hvað gengu þeir?
Upp komst um þessa leynifundi að tilstuðlan breskra sem láku því til Íslands.
Þessi leki / uppljóstrun Bretans leiddi til skyndifundar í utanríkismálanefnd Alþingis að morgni 24.apríl daginn fyrir kjördag.
Fundargögn utanríkismálanefndar á umræddum fundi voru sögð mikil trúnaðargögn og þrátt fyrir áskorun til Jóhönnu forsætisráðherra meðal annarra frá Siv Friðleifsdóttur - að opinbera fundargögnin þá hefur hún til dags dato ekki orðið við því.
Nú þar sem Ingibjörg Sólrún er farin að stíga fram í fréttamiðlum og tjá sig um fortíð sína í pólitík landsmanna þá ætti hún að stíga fram og upplýsa "landslýð" um þessa leynifundi sem hún átt í London í október 2008 og þá gjörninga sem áttu sér stað á þessum fundum - sem gerðu málsgögn þeim frá - að svo miklum trúnaðar upplýsingum sem raun bar vitni á fundi Utanríkismálanefndar 24.apríl 2009
Rýnir í gögn vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.