Frækileg framganga stjórnarandstöðunnar í vinnslu á Æsseif málinu í þingnefndum! Meðal annars vill hún fá Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóra á fund fjárlaganefndar !

Einnig að Björgvin G. Sigurðsson fyrrum viðskiptaráðherra verði boðaður á fund fjárlaganefndar ! Haft er eftir Guðbjarti Hannessyni formanni fjárlaganefndar að "reynt verði að koma til móts við beiðni stjórnarandstöðunnar - að einhverju leyti "!  Takið eftir "að einhverju leyti"......

Vönduð vinnubrögð og opið upplýsingaflæði frá "ríkisstjórnarliðinu" til þingmanna - er með sömu haftastefnu og verið hefur ..........

Stjórnarandstaðan verður að berjast fyrir því að fá gögn sem málið varðar -  innlend sem erlend.....til að hafa möguleika á að vinna þá vinnu sem þingmönnum ber að leysa af hendi í þingnefndum.

Stjórnarandstaðan lætur ekki - hótanir og valdníðslu Jóhönnu hefta sín störf..............


mbl.is Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Getur þú svarað því afhverju í ósköpunum sá ráðherra sem var yfirmaður Seðlabankans er þá ekki boðaður? Hvaða "hótanir" hefur Jóhanna sett fram? Tölum við ekki sama tungumál?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:41

2 identicon

Segi eins og Gísli Baldvins ! Tölum við ekki sama tungumál? Skil ekki þessa færslu þína....

Ína (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Benedikta E

Sæll Tryggvi.

Þú kannast við þau fræði að - taparinn - lifi í fortíðinni........En - sigurvegarinn - lifi í nútíðinni.

Í hvoru liðinu ert þú ?

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 21.7.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Benedikta E

Sæll Gísli.

Hvað varðar ráðherrann þá get ég ekki svarað því ég á ekki sæti í fjárlaganefnd - en mér þykir líklegt að þeir sem eru boðaðir fyrir nefndina séu þeir sem nefndin telur að geti veitt þeim svör eða skýringar á einhverju því sem nefndin hefur í sínum nefndar gögnum varðandi það mál sem nefndin er að fjalla um - í þessu tilviki Æsseif.

Svo er það varðandi hótanir Jóhönnu - þá hafa hótanir hennar ekki farið framhjá nokkru mannsbarni - þær hafa meira að segja verið til umræðu á sjálfu Alþingi Íslendinga - Gísli - Við tölum öll þrjú  íslensku - Ég og þú og Jóhanna.

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 21.7.2009 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband