15.7.2009 | 16:50
Ágætu þingmenn á Alþingi Íslendinga - takið stöðu með Íslandi og Íslensku þjóðinni segið - NEI - við - ESB!
Ísland lengi lifi..................Sameinuð stöndum vér!
Landbúnaðarskýrslan birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Sjónvarp
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
Bloggvinir
- skulablogg
- vefritid
- dorje
- holmdish
- zeriaph
- disdis
- axelaxelsson
- altice
- drum
- gumson
- reykur
- flinston
- baldher
- h2o
- gattin
- carlgranz
- gagnrynandi
- jari
- eeelle
- emilkr
- eyglohardar
- ea
- geiragustsson
- zumann
- gp
- alit
- gunnargunn
- noldrarinn
- topplistinn
- morgunblogg
- austri
- bordeyri
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- himmalingur
- minos
- ghordur
- daliaa
- astromix
- fun
- johannesthor
- jaj
- islandsfengur
- jonpall
- jonsnae
- nonniblogg
- jvj
- jonvalurjensson
- kiddikef
- kristinn-karl
- krist
- krissiblo
- odinnth
- sumri
- omarbjarki
- skari
- pallru
- pallvil
- reynir
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- seinars
- heidarbaer
- duddi9
- joklamus
- sighar
- sigurdurkari
- siggisig
- sigurjonben
- snorribetel
- solbjorg
- theodor
- tomasha
- telli
- umrenningur
- ubk
- skolli
- viggojorgens
- vey
- thjodarheidur
- tbs
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel mælt - heyr, heyr !!
Sigurður Sigurðsson, 15.7.2009 kl. 16:54
Last þú skýrsluna?
Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:04
Vitið það samt að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðildarviðræðum og fá að kjósa ut frá þeim samningarviðræðum.
JÁ við viðræður, svar við kjörin og ókosti þess samnings kemur svo í ljós.
Arnar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:06
Mér sýnist af þessari skýrslu að verð matvöru á íslandi muni lækka um tugi prósenta við inngöngu í ESB. Mestu mun þar muna í verksmiðjulandbúnaði (kjúklingi og svínakjöti). Hverng er hægt að túlka það sem árás á íslenska þjóð að stuðla að lægra vöruverði? Spyr sá sem ekki veit.
Gunnar (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 17:11
Ég bið alla þá sem láta heillast af ESB-aðild að íhuga orð Einars Þveræings, sem hann lét falla þegar Íslendingum kom eitt sinn til hugar að ganga erlendu valdi á hönd. Þá var það reyndar ekki EB heldur Noregskonungur, en orðin eru jafngild fyrir það: "...munum vér eigi það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri, þeirri er þetta land byggir, og mun ánauð sú aldrei ganga eða hvefa frá þessu landi..."
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 17:38
Enda eru aðstæður okkar í hinu alþjóðlega samfélagi keimlíkar þeim sem voru hér á þjóðveldisöld Emil
Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 18:11
Enn sækja menn speki til Ciceros þó hann hafi verið uppi enn fyrr...
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 20:59
Jájá, en það verður þá að gera það í einhverju samhengi
"We are obliged to respect, defend and maintain the common bonds of union and fellowship that exist among all members of the human race" - Cicero
En ekki einangra okkur út í horni eins og lítill krakki sem er hræddur um að öllu dótinu sínu verði stolið ef hann leyfir öðrum að leika við sig
Ég get ekki séð að íbúar ESB ríkja líti á sig eins og þjóð undir hæl annarra eða sem einhverskonar nýlenduþjóð, þessi orð Einars eiga því ekki alveg við held ég
Cicero (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 21:11
Ég vissi reyndar ekki að Síseró hefði talað ensku...
Það er enginn að tala um að einangra sig, eins og Dóra litla bendir á. Þvert á móti. Við skulum hafa í huga að ESB er einangrunarsinnað bandalag. Það líður ekki bandalagsþjóðum sínum að gera tvíhliða samninga við ríki utan bandalagsins. Ég kýs að eiga áfram val um að verzla við t.a.m. Bandaríkin, Rússland, Japan og fleiri ríki á okkar forsendum en ekki ESB.
Emil Örn Kristjánsson, 15.7.2009 kl. 22:21
Að einangra sig með 8% íbúa jarðar, sem eiga eftir að verða um 6%, þegar líður á öldina, er aðeins valkostur fyrir óupplýsta og auðblekkta, t.d. þá sem um stund njóta sín að vera ungir uppar í þingmannasveit, ánægðir með fínu fötin sín, rétt eins og nýríku útrásarvíkingarnir fyrir fáeinum misserum, og með glýju í augum af Brusselvaldinu. Veruleikafirrtir eru þeir og klofnir frá þjóð sinni og vinnandi alþýðu þessa lands, frá þeirri eldri kynslóð sem ávann okkur fullveldi og sjálfstæði landsins, og þeir munu EKKI landið erfa, heldur verða sér til ævarandi skammar og landinu til niðurlægingar, ef þeim tekst sitt ætlunarverk.
Jón Valur Jensson, 15.7.2009 kl. 23:08
Mér þætti gaman að vita hvað ESB andstæðingar vilja gera varðandi EES, get vel ímyndað mér að hörðustu andstæðingar ESB hafi einnig verið á móti EES á sínum tíma.
Á að segja honum upp líka?
Ef ekki, hvað á þá að gera ef sá dagur kemur að uppsögn hans og aðild að ESB verður eina leiðin til að viðhalda fjórfrelsinu?
Og Emil, nei Cicero talaði ekki ensku en ég taldi ekki mikið vit í að vitna í hann hér á móðurmáli hans og átti þetta eingöngu á annarsvegar því og svo enskunni.
En þakka þér fyrir þetta innlegg í umræðuna, ég skal reyna hafa ítölskuna með næst.
Jón Valur, það er voðalega auðvelt að leika sér með tölur til að líta gáfulega út og vissulega Emil er nauðsynlegt að eiga viðskipti við fleiri ríki en þau sem eru innan ESB, en ég skal benda ykkur báðum á afar einfalda tölfræði
Þetta er listi yfir vöruútflutninga janúar til maí á þessu ári í miljónum króna, glöggir menn sjá að af þessum topp 10 ríkjum eru 2 utan Evrópska Efnahagssvæðsins og samkvæmt lauslegum útreikningum mínum þá eru viðskipti við lönd innan Evrópska Efnahagssvæðisins rösklega 85% af öllum vöruútflutningi Íslendinga það sem af er þessu ári
http://hagstofan.is/?PageID=744&src=/temp/Dialog/varval.asp?ma=UTA02205%26ti=%DAtflutningur+eftir+l%F6ndum+jan%FAar%2Dma%ED+2009%26path=../Database/utanrikisverslun/Utflutningur/%26lang=3%26units=Fob%20ver%F0%20%ED%20millj%F3num%20kr%F3na
Ég spyr þig því Jón... hvað finnst þér um EES og finnst þér það í alvöru meika sense að bera fyrir þig þessum algjörlega gagnslausu prósentutölum
Og finnst þér þú í alvöru svo merkilegur að þú þurfir að feitletra hvert einasta orð?
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 01:37
Cicero, finnst þér þú of ómerkilegur til að segja fólki nafn þitt, en samt nógu merkilegur til að kalla þig Cicero? Og heldurðu að sá gamli hefði metið allt eftir peningum?
Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 08:09
Já, Síseró, ég verð nú að taka undir með Jóni Val að mér þykir miður að eiga samskipti við fólk, sem ekki þorir að koma fram undir eigin nafni.
En hvað um það. EES samningurinn er samningur og samningar eru uppsegjanlegir. ESB aðild er hins vegar hjónaband, sem býður ekki upp á skilnað. Mér þykir því orð Einars Þveræings eiga vel við því þau minna á að innganga í ESB mun binda okkur og komandi kynslóðir til frambúðar.
Það kann vel að vera að ESB-löndin séu okkar stærstu viðskiptalönd... í dag. Þannig hefur það ekki alltaf verið og þarf ekki endilega að vera það í framtíðinni, þ.e.a.s. ef okkur ber gæfa til að standa utan þessa bandalags. Þá erum við frjáls að leita þeirra markaða er henta okkur bezt á hverjum tíma. Með ESB-aðild værum við hins vegar búin að múlbinda okkur við þau lönd sem eru í því sama bandalagi og slíkt býður aðeins upp á stöðnun.
Svo ætla ég að biðja þig, fyrir alla muni, að fara ekki að vitna í Síseró á ítölsku. Mér þykir það ekki bera vott um mikla þekkingu á spekingnum og ræðusnillingnum að tala um ítölsku, sem móðurmál hans. Karlinn talaði latínu og ef það á vitna í hann á annað borð á íslenzku spjallsvæði þá skal það annað tveggja gert á frummálinu (latínu) eða á íslenzku.
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 09:52
Finnst þér þú nógu merkilegur til að feitletra hvert einasta orð sem þú skrifar?
Og ég er ekkert að tala um að meta allt eftir peningum, einfaldlega að benda á heimskuna í þessum prósenturökum þínum í ljósi raunverlulegra gagna um viðskipti okkar við útlönd, þú og aðrir verða bara að sætta sig við það að án þess að taka upp hreinan sjálfsþurftarbúskap þá erum við upp á Evrópu og þar með ESB komin í viðskiptum
Telur þú þig nógu færan til að svara þeim spurningum sem fyrir þig er lagt?
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 09:53
Það kann vel að vera að ESB-löndin séu okkar stærstu viðskiptalönd... í dag.
Þau hafa alltaf verið það Emil, og verða það um ókomna framtíð - að ætla halda öðru fram er rökleysa og þú veist það
Þú segir EES samninginn uppsegjanlegan, vissulega er hann það - en er hann það í raun? Svona í ljósi þeirra áhrifa sem það myndi hafa á viðskipti okkar við útlönd (mundu 85 prósentin) að ég tali nú ekki um þau áhrif sem það myndi hafa á alla íslendinga að störfum erlendis innan EU svæðisins
Hann er því kannski uppsegjanlegur í orði, en hann er það svo sannarlega ekki á borði
Ein spurning: Hvenær í sögu landsins voru núverandi ESB lönd ekki okkar stærstu viðskiptalönd?
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:01
Til hvers ertu að tala um EES, ég var að svara Emil varðandi uppsegjanleika EES, sem er að sjálfsögðu illa mögulegur eins og þú bendir á
Og fyrst þú ert að tala um misskilning aðildarsinna þá verð ég nú að spurja þig.. heldur þú í alvöru að við getum ekki átt viðskipti við þjóðir utan ESB ef við göngum þangað inn?
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 10:43
Er ekkert mál að segja upp EES samningum? Setja nánast alla viðskiptasamninga okkar við útlönd og kalla heim íslendinga sem væru atvinnuleyfislausir innan EU svæðisins og endurskoða eða sækja aftur um landvistarleyfi allra íslenskra námsmanna á svæðinu?
Er það ekkert mál????
ESB er líka með viðskiptasamninga bæði við önnur ríki sem ríkjasambönd á sviði verslunar
Svo skalt þú bara fara á Hagstofuna og skoða sjálf hvert við erum að selja vörurnar... það fara t.d. sex ef ekki sjöfalt meira af vörum til Rotterdam en fara til BNA, sem er þó okkar stærsti viðskiptavinur utan ESB
Og ég er sá veruleikafirrti?
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:00
þarna vantar "setja viðskiptasamninga okkar við útlönd í uppnám"
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:01
Fyrirgefður, Síseró, það er enginn að tala um að segja EES samningnum upp. En fari svo að hann sé okkur óþægilegur þá er sá möguleiki fyrir hendi. Að segja sig úr ESB er hins vegar ekki raunhæfur möguleiki.
Það er rétt hjá þér að ESB er með viðskiptasamninga við ríki utan bandalagsins. En það er ekki liðið að einstaka ríki geri tvíhliða samninga ein og sér við önnur lönd. Hjá ESB gildir eitt fyrir alla og allir fyrir eitt. Það má t.a.m. nefna að við höfum gert viðskiptasamninga við Asíuríki, sem ganga mun lengra en ESB-ríkin hafa náð. Slíkir samningar falla um sjálfa sig ef við göngum inn í bandalagið.
Ef við göngum t.a.m. í ESB þá mun öll vefnaðarvara frá Indlandi og Kína hækka verulega í verði því ESB setur tolla til verndar eigin fatagerð.
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 11:28
Nákvæmlega það sem ég vildi segja, Dóra litla...
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 11:32
Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að við getum haldið áfram viðskiptum við ríki innan ESB þó við stöndum utan þess, það er bara ekki það sem ég er að svara hérna heldur t.d. þessi fáranlega prósenturöksemd Jón Vals sem er gjörsamlega tilganglaus þvaður með tölur.
Viðskipti við Indland eru 0,02% af viðskiptum okkar við Útlönd
Kína eru 0,7%
Og þetta annað og annað slíkt notið þið sem rök gegn inngöngu?
Vissulega er ýmislegt sem mælir gegn inngöngu en þið hljótið nú að geta látið ykkur detta eitthvað betra í hug er það ekki?
Persónulega sé ég meiri í hag af tuga prósenta lægri fjármagnskostnaði sem og gríðarlegri lækkun á t.d. kjöti og mjólkurvörum
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:48
Mér finnst hálf kjánalegt að sjá að helstu rök þeirra sem eru á móti ESB snúa að viðskiptum með verslun og þjónustu sem er vafalaust það innan sambandsins sem kemur íbúm aðildarríkjanna hvað best
Það er margt þarna inni sem er hinsvegar langtum verra en enginn virðist minnast á, kenni ég þar helst um almennu þekkingarleysi um starfsemi og eðli sambandsins
Svo mæli ég með því að þeir sem séu hræddir um eitthvað afsal fullveldis skoði þennan dóm t.d.
http://en.wikipedia.org/wiki/Costa_v_ENEL
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 11:54
gríðarlegri lækkun á t.d. kjöti
Vert er að taka fram að hér er átt við kjúklinga og svínakjöt, lamba og nautakjöt verður að mestu óbreytt (samkvæmt skýrslu frá hagdeild hí).
Halldór Björgvin Jóhannsson, 16.7.2009 kl. 13:27
Enda kominn tími til að t.d. kjúklingur verði fyrir íslendinga það sem hann er fyrir flestar aðrar vestrænar þjóðir, ódýrari kostur en annað kjöt
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 13:40
Kjúkllinn lækkar, gudskelov...
Vefnaðarvara hækkar, bifreiðar hækka, rafmangnstæki hækka. Já, og styrkir til bænda hækka... bíddu nú við hver á að greiða það? Einmitt fólkið sem fær að kaupa ódýrari kjúkling í staðinn. Hallelúja!
Svo þarf að gera ráð fyrir atvinnulausum kjúklingabændum... ESB, draumalandið...
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 14:16
Úff Dóra, ertu ekki búin að hlusta á aðeins of margar draugasögur?
Það virðast fáir tilbúnir til þess að ræða hækkun á tollum, -
Ertu til í að útskýra þetta nánar? Hefur þú kynnt þér þá fríverslunar og tollasamninga sem við yrðum aðilar að innan ESB?
Auk þess mun Evrópusambandið beita sömu taktík og það beitir víða Afríku. Það er að flytja inn mat til neytanda á það litlu verði að það leggur í rúst landbúnaðinn. Þegar bændur eru hættir sinni framleiðslu, þá hækkar verðið aftur.
Við erum nú þegar aðilar að efnahagssvæðinu, þar fyrir utan er EB ekki í neinum viðskiptum í Afríku eða annarsstaðar - heldur aðilar innan þess
Ég vil ekki sjá innflutning á hráu kjöti til Íslands.
En þú vilt geta flutt hrátt kjöt úr landi?
Annars er ég frekar svekkt yfir því að Alþingi Íslendinga hafi verið að koma með stríðsyfirlýsingu við þjóð sína núna fyrir skömmu. Ég get ekki túlkað atburði dagsins öðru vísi en valdníðslu og nauðgun á lýðræðinu!
til að ganga inn í ESB þarf að breyta stjórnarskránni, til að breyta henni þarf að rjúfa þing og kjósa aftur - þú munt ALLTAF fá tækifæri til að kjósa um inngöngu
Emil - svona bull er ekki svaravert - strámaður
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 14:29
Ekki svaravert, nei... algengt svar hjá rökþrota mönnum. Það er búið að hamra á helv. kjúklingaverðinu í heilan sólarhring sem einhverri röksemd. Þú sjálfur komst þessu inn í umræðuna hér áðan en þegar skoða á heildarmyndina þá er það ekki svaravert. Farðu bara í ESB, lokaðu að þér og læstu. ESB er hjónaband sem býður ekki upp á skilnað og ég endurtek: Þetta eru einangrunarsinnuð samtök.
Emil Örn Kristjánsson, 16.7.2009 kl. 15:03
Nei, ég er ekki tilbúin til þess að mata þig frekar
Mata mig frekar? Þú hefur ekki bent mér á neitt ennþá nema staka vöruflokka sem hluta af 0,72% viðskipta okkar við lönd utan ESB.
Og svara þú spurningunni - Hefur þú eitthvað kynnt þér þá fríverslunar og tollasamninga sem við yrðum aðilar að innan ESB við lönd utan þess?
Þess væri óskandi að þú hefðir þarna rétt fyrir þér en ég leyfi mér að efast!
Þú mátt efast eins og þú vilt, staðreyndin er samt sú að við erum nú þegar hluti af efnahagssvæði ESB og höfum verið það lengi, ef hætta væri á því sem þú ert að halda fram hér þá hefði það gerst nú þegar - svo er fullyrðing þín um að ESB standi í einhverjum viðskiptum náttúrulega út í hött af augljósum ástæðum
Einkennilegt að hluti Þingheims vilji ekki að þjóðin fái að hafa loka orðið þegar þessi andskotans samningur liggur fyrir, heldur verður þjóðaratkvæðagreiðslan ekki bindandi.
Hún getur ekki verið bindandi vegna þess að það þarf að breyta stjórnarskránni og því þarf að kjósa aftur til alþingis - hvaða hluta af því skilur þú ekki?
Og nota bene... þá var það Sjálfstæðisflokkurinn meðal annars sem stóð í málþófi í marga daga og kom í veg fyrir tilraun stjórnar S og V til þess að hægt væri að hafa bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í ESB. Ertu búin að gleyma því Dóra eða fylgist þú ekki nógu vel með?
Þetta verður ALLTAF í höndum þjóðarinnar að lokum Dóra, ALLTAF
Emil.... ég sé enga ástæðu til að svara fullyrðingum um hækkanir og annað án nokkurra gagna
Cicero (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 15:37
Gervi-Cicero (eða feimna nútímaútgáfan af þeim gamla – og raunar miklu lakari en gamla módelið eins og ég þekkti það) skrifar hér ofar: "þessi fáranlega prósenturöksemd Jón Vals sem er gjörsamlega tilganglaus þvaður með tölur. – Viðskipti við Indland eru 0,02% af viðskiptum okkar við Útlönd – Kína eru 0,7%. – Og þetta annað og annað slíkt notið þið sem rök gegn inngöngu?"
Nákvæmlega þessar hlutfallstölur viðskipta við tvær langstærstu þjóðir heims sýna það, sem "Cicero" er of glámskyggn til að sjá: að þar eru mestu viðskiptatækifærin, einkum eftir opnun NV- og NA-leiðanna, og Japan og S-Kórea gætu einnig orðið enn meiri markaður fyrir útflutning héðan en nú er. Og einu tölurnar, sem voru í innleggi mínu, ergja kannski nafnleysingjann, en upplýsa um staðreyndir. Það er að veðja á vitlausan hest að sækja inn í Evrópubandalagið, sem á eftir að skreppa saman i mannfjölda og hefur hagað sér illa gagnvart 3. heiminum.
Jón Valur Jensson, 16.7.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.