Fólksflótti hefur orðið nú þegar frá landinu - þó ekkert sé fjallað um það af fréttamiðlunum!

Samkvæmt opinberum tölum hafa að meðaltali 10 fjölskyldur flutt úr landi - á dag - fyrstu 5 mánuði ársins.......

Ef miðað er við að 2 fullornir vinnufærir og atvinnulausir séu í hverri þessara fjölskyldna þá eru það 20 atvinnulausir á einum degi og 140 á einni viku sem flýja land...............

Þannig að ekki er að vænta að þeir sækist eftir vinnu hér lengur - þeir hafa örugglega fullreynt það áður en þeir flúðu land að þeir fengju ekki vinnu hér.......

Þannig að þetta ber að hafa í huga þegar pælt er í því hvar atvinnulausir séu............

Á meðan stjórnvöld sinna ekki sínum frum skyldum að slá "skjaldborg" um heimilin - fyrirtækin og uppbyggingu atvinnulífsins þá - fer fólkið ........ það er ekki lífvænlegt að verða hér á landi - "VANHÆF ríkisstjórn" sér fyrir því...........


mbl.is Illa gengur að ráða í störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það var viðtal við konu sem starfar við manntalið. Frá áramótum hafa 200 fleiri íslendingar flutt frá landinu en komið hafa til landsins. Þetta er heldur meira en í fyrra en þó ekki neitt sem hún kallaði stórkostlegir fólksflutningar eins og látið hefur í veðri vaka.

Ástæða þess að ekki er eins mikið um að íslendingar hafa farið af landi brott er að kreppa og atvinnuleysi er ekki bundið við Ísland eins og td í kreppunni um 1970 þegar þúsundir fóru úr landi til Ástralíu og Norðurlandanna.  Nú er aftur á móti slæmt ástand víða og því ekki eins borðliggjandi að hafa að einhverju að hverfa.

Þetta var í útvarpsviðtali ... í vikunni og ætti að vera aðgengilegt á netinu og því ekki rétt hjá þér að ekkert sé um þetta fjallað.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.7.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Benedikta E

Upplýsingar frá þjóðskrá og búslóða flutninga fyrirtækjum er nú án efa marktæk.

Samkvæmt búslóðaflutningum hafa flestir farið til Noregs það er eitthvert atvinnuleysi þar en ekkert svipað ástand og er hér ........

Takk fyrir innlitið.

Benedikta E, 11.7.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband