Það þarf nú hvorki fjármálaspekinga eða "HAGFRÆÐINGA" til að átta sig á því að viðskiptabankar eiga samkvæmt þjónustulýsingu að hafa virka þjónustu í báðar áttir - innlán og ÚTLÁN!

Það segir sig sjálft að lánafyrirgreiðsla verður að virka í viðskiptabanka sem á að geta kallast starfhæfur.........

Nú er kominn tími til fyrir stjórnvöld að staldra við og breyta forgangsröðun verkefna - setja heimili - fyrirtæki og atvinnu uppbyggingu í forgang..........eigi skattahækkanir ríkisstjórnarinnar að svara hennar væntingum fyrir ríkiskassann..........

Það þarf nefnilega byggð í landinu og atvinnu fyrir fólkið til að skattgreiðslur komi inn í ríkiskassann..............Áttið þið ykkur á því -  Steingrímur og Jóhanna

Ábyggilegar heimildir herma að yfir 1000 fjölskyldur hafi flutt úr landi síðast liðna fimm mánuði......með óbreyttu ástandi  er óhjákvæmilegt að landflótti fari vaxandi...........

Álögur og enn meiri álögur og gjaldþrota aðför að heimilum og fyrirtækjum það er röng forgangsröðun hjá "ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms.........vilji þau halda byggð í landinu!

Fjármagn til uppbyggingar bankanna eiga stjórnvöld að sækja til þeirra sem valdir voru að hruni þeirra.............

 


mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

JÁ - svo sannarlega ekki seinna en - NÚNA -  Ertu með hugmyndir ???

Benedikta E, 7.7.2009 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband