Hátekju skattinn hækka þau aftur á móti um 8%
"Velferðarbrú" Jóhönnu er - AUGLJÓSLEGA - ekki ætluð lífeyrisþegum..............Þið ættuð að stór skammast ykkar - Jóhanna og Steingrímur ..............Ykkar tími er liðinn!
Vér mótmælum allir sem einn - Íslenska þjóðin - hún sameinuð lifi .............Allir á Austurvöll - byltingin lifi.............
ÖBÍ: Siðlaus tekjulækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það var vitað mál að frá einhverjum þyrftu peningarnir að koma. Því ekki að taka það frá þeim sem ekki hafa heilsu til að mæta með potta og pönnur á Austurvöll? Ég myndi mæta ef ég gæti til að verja hag barna minna.
Offari, 19.6.2009 kl. 23:55
Sæll Offari.
Þú getur mótmælt hér á blogginu þínu - það er mikilvægt að mótmælin séu á sem flestum stöðum - það eru margir sem mæta á Austurvöll sem ekki blogga - og lesa aldrei bloggin okkar........
Byltingarblogg - fyrir alla þjóðina - börnin okkar og ókomnar kynslóðir......................
Benedikta E, 20.6.2009 kl. 01:01
Sæl Benedikta, gangi þér vel á Austurvelli, geri ráð fyrir að hafir mætt þar áður þar sem greinilega mjög ósátt.
En hefurðu skoðað tillögurnar sjálfar, þ.e. ekki bara hlustað á fréttir? Ég hef gert það og sé reyndar ekki betur en að "lækkunin" komin til að bitna á þeim "eldri borgurum" sem hafa það best, og sumt eldra fólk hefur það mjög gott en fær samt greidda peninga frá ríkinu. Persónulega finnst ekkert að því að "eldra fólk" sem með yfir 4 milljónir í tekjur á ári (hvort sem launatekjur eða fjármagnstekjur eða lífeyrissjóður) fái ekki greiddan fullann, eða nokkurn, lífeyri af ríkinu (ef með þessar tekjur á þessum aldri þá geri ráð fyrir að búi í skuldlausri eign og eigi að hafa salt í grautinn af sínum 4 milljónum plús!!!!)
Það er vissulega margt eldra fólk sem þarf að "spá" í aurinn, og reyndar af kynslóð sem kann það!!! En það fólk þarf, og held og trúi sé verið að reyna að vernda. En það er líka slatti af eldra fólki sem hefur það mjög gott, var búið að fjárfesta vel og innleysa sinn hagnað (í hlutabréfum, kvótum, fasteignum, o.s.frv.) Það fólk var hluti af bólunni og finnst persónulega nákvæmlega ekkert að því að leggi sitt af mörkum núna.
Það er gjörbreytt ástand á Íslandi, held að fæstir enn búnir að gera sér grein fyrir því. Lífsstandarinn síðustu ár var "plat" og við verðum öll, og þá meina ég öll, að breyta um lífstíl. Við þurfum að vernda heilsugæslu, virðingu í umönnun, aðstoð við að lifa sem bestu lífi sem lengst..... en við þurfum ekki, né getum, verndað golfferðir til útlanda, sumarbústaði, arf barnana þeirra sem mest mega sín. En þetta bara mín skoðun.....
ASE (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.