19.4.2009 | 17:26
Myndbandavæðing Samfylkingarinnar virkjuð með slordónahætti í kosningabaráttu samfylkingarfólksinns - frá þeim eru ekki vönduð meðulin!
Hér á síðunni hefur verið komið fyrir myndböndum reyndar - þegar að er gáð - eru myndböndin 5 að tölu - hvert með sínu "slori" en öll eiga myndböndin það sameiginlegt - að verið er að ata pólitíska andstæðinga Samfylkingarinnar auri með einstaklega loddaralegum hætti............
Yfirskrift myndbandanna hljóðar svo - " Ertu ekki viss um hvað þú átt að kjósa " undir þessum texta er táknmynd Sjálfstæðisflokksins - svo ætla mætti að óathuguðu máli að aðeins væri spjótunum beint að Sjálfstæðisflokknum - en svo er ekki..............
Eitt myndbandanna vil ég lítillega gera að umræðu efni - en það er það myndband sem hönnuðurinn tileinkar Sigurði Kára Kristjánssyni alþingismanni - þar eru teknar úr samhengi orð og setningar úr töluðu máli Sigurðar Kára - raðað saman - svo úr verður algjör steypa !......... Sama má reyndar segja á myndbandi sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson er tekinn fyrir á ............
Samfylkingin er eina framboðið sem ekkert er nýtt niður á þessum myndböndum öll hin fá sinn slorskammt - líka "örframboðin" eins og hönnuðurinn nefnir fámennari framboðin - svo ætla má að Samfylkingin eigi - SLOR - DÓNAHÁTTINN - á myndböndunum.
Samkvæmt málfari hönnuðar myndbandanna - væri réttnefni á Samfylkingunni - Örflokkafylkingin
Annars er það stór alvarlegt mál að flokkur með svona mikla málefnalega lákúru og slordónaskap gagnvart pólitískum andstæðingum - skuli auglýsa sjálfan sig og leiðtoga sinn sem yfirmáta - HEIÐARLEGAN - sem skjaldborgar hönnuð heimilanna! og velferðarbrúarsmið heimilanna!......... skuli yfir höfuð vera í framboði til Alþingis - Heiðarleika hugtakinu er allavega alvarlega misboðið !
Viljum við svona fólk á Alþingi - VARLA
Reiðubúin að leiða næstu stjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samfylkingin er ótrúlegur hópur fólks sem er stefnulaus í helstu málum þjóðarinnar,en nærist á að ata aðra flokka auri og skýt. Á að hleypa svona fólki til vald á erfiðleika tímum.?
Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 14:53
Takk fyrir innlitið Ragnar............ NEI........ALDREI......
Benedikta E, 20.4.2009 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.