Bæði Dagur B Eggertsson og Össur Skarphéðinsson tjáðu sig opinskátt um þá afstöðu Samfylkingarinnar - opinberlega á þessum tíma.
"Sexmenningarnir" sem kallaðir voru á þessum tím - Sjálfstæðisflokksborgarfulltrúarnir - voru alfarið á móti gjörningnum - og hafðir að háði og spotti sem skilningsvana aular af Samfylkingunni.
Sjálfstæðisflokksborgarfulltrúarnir settu stopp á útrásarferlið og úr því varð þverpólitískur vinnuhópur sem vann svokallaða REI skýrslu.
Allt þetta ferli er skráð og skjalfest svo það þýðir ekkert fyrir Dag B Eggertsson að koma fram í fjölmiðlum og breyta sögulegum staðreyndum.
Vert er að benda á viðtal við Össur í vefsjónvarpi Morgunblaðsins 14.4.2009
Einnig er ýtarleg samantekt með Össuri um sama efni á http://vollurinn.is/?action=malefnid_ nanar&id=19988
Umræðu um stjórnskipunarlög hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Dagur kom fram í fréttum um daginn og reyndi að koma sökinni, enn einu sinni, á sexmenningana svonefndu í borgarstjórn, þ.e. þá sex sjálfstæðismenn sem stóðu í lappirnar í svokölluðu REI máli, en það fer Degi mjög illa að ljúga, það á ekki við hann, hann fer allur í flækju og þá er eins og Dagur breytist í nótt.
Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 01:44
Man vel eftir þessari afstöðu Samfylkingarinnar man að Össur grét og taldi Reykvíkinga tapa 10.miljörðum að stoppa þennan gjörning.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.