5.4.2009 | 18:57
Dæmigerður málflutningur Samfylkingarinnar hjá Ólínu Þorvarðardóttur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Þátttakendur í þessum þætti auk Ólínu voru þeir Sigmundur Davíð og Tryggvi Þór - Umræðurnar áttu að snúast um úrræði fyrir heimilin - greiðsluvanda - greiðsluaðlögun og tillögur þar að lútandi.
Sigmundur Davíð og Tryggvi Þór voru með útfærðar tillögur sem þeir lögðu fram við háðslegar undirtektir Ólínu í bestafalli Málefnalegur undirbúningur Ólínu var auðheyrilega enginn - það eina sem hún vildi ljá máls á var - niðurfelling lána hjá þeim sem hefðu svo miklar skuldir að þeir gætu alls ekkert greitt - Eftir orðanna hljóðan mátti skilja hana svo að þar ætti hún við restarnar af útrásinni og ofurfjárfestingar þeirrar gerðar - Síðan snéri hún sér að persónulegum dylgjum og árásum á viðmælendur sína þó einkum og réðst hún ósmekklega á Sigmund Davíð
Þessi hegðun Ólínu er sam tóna og hjá öðru Samfylkingar fólki - það ræðir ekki pólitík heldur skítkast dylgjur uppnefningar og háðsglósur - dæmi um slíkt eru bæði úr Þinginu og fjölmiðlum samanber upp á komu Ólínu í dag.
Yfir 1000 hafa sótt um greiðsluaðlögun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála að Ólína hafi farið þarna töluvert yfir strikið. Það kom mér á óvart því alla jafna er Ólína málefnaleg og hæf manneskja.
Hilmar Gunnlaugsson, 5.4.2009 kl. 21:55
Ekki get ég nú tekið undir að þetta sé dæmigerður málflutningur Samfylkingarinnar. Margir í Samfylkingunni eru mjög málefnalegir. Ólína missti sig hins vegar þegar Tryggvi Herbertsson sagði henni að hún hefði ekkert vit á málinu, þegar fjallað var um 20% afskriftaleiðina. Reyndar held ég að Ólínu hafi verið lítill greiði gerður með því að láta hana í þessa umræðu. Á þessu stigi þarf fagfólk til þess að fara yfir málið. Tryggvi hefur gert það, svo og Sigmundur, en athugasemdir Ólínu bar það með sér að hún hafði ekki mikla þekkingu á málefninu. Óþarfa hranaleg athugasemd Tryggva við Ólínu, afsakar ekki þá dæmalausu framkomu sem Ólína sýndi það sem eftir var þáttarins. Við þurfum ekki svona fulltrúa inn á Alþingi.
Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 22:25
Ólína sýndi enga "dæmalausa" framkomu. Það gerði Tryggvi Þór Herbertsson hinsvegar. Hún var hálf hrakin út í það að nefna Sigmund Davíð sem dæmi um stjórnmálamann með tengsl við stórfyrirtæki, og sagði ekkert ósatt þar. Ólína er augljóslega tilfinningaríkur stjórnmálamaður. Það getur verið mikill kostur, sé rétt með það farið.
Arndís (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 23:21
Sæll Stefán.
Efni umræðunnar var hugmyndir að aðgerðaráætlun fyrir heimilin - Sigmundur Davíð og Tryggvi Þór mættu undirbúnir með sína heimavinnu - það gerði Ólína ekki.
Ólína kom ekki nestuð úr herbúðum Samfylkingarinnar - með aðgerðaráætlun fyrir heimilin - "Skjaldborg fyrir heimilin" er greinilega ekki á takteinum - hjá Samfylkingunni - nema í munninum á sjálfri Jóhönnu.
Þegar Ólína fann sig í sjálfheldu í umræðunni - þá greyp hún til þess sem hún taldi sig kunna - að ráðast á viðstadda með svívirðingum.
Ólína uppskar eins og hún sáði.
Í framhaldi af framan greindu vil ég gera orð Sigurðar að mínum.
"Við þurfum ekki svona fulltrúa inn á Alþingi "
Benedikta E, 6.4.2009 kl. 00:30
Sæll Hilmar.
Takk fyrir innlitið
Benedikta E, 6.4.2009 kl. 00:36
Sæll Sigurður.
Í megin máli er ég sammála þér.
"Við þurfum ekki svona fulltrúa inn á Alþingi"
Takk fyrir innlitið.
Benedikta E, 6.4.2009 kl. 00:42
Sæl Arndís.
Þínar skoðanir samræmast ekki mínum - eins og þú sérð.
"Við þurfum ekki svona fulltrúa inn á Alþingi"
Benedikta E, 6.4.2009 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.