Það er annað ráðherra - að lifa við aðstæðurnar - en horfa á landakort við skrifborð í ráðuneytinu.
Hver er stefna stjórnvalda með heilbrigðisþjónustu til landsmanna það eru takmörk fyrir því hvað nærri fólki er hægt að ganga.
Nema það sé stefnan að eyða byggð í landinu - væri þá ekki best að segja fólki það beint út.
Eitt er vert að hafa hugfast ráðherra að fólk greiðir fyrir opinbera heilbrigðisþjónustu með lögboðinni skattöku - þannig að þjóðin á að eiga fyrir heilbrigðisþjónustu sinni í ríkiskassanum.
Það skyldi þó ekki vera að þeir skattpeningar hafi verið notað í eitthvað annað?
Öryggi íbúa ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heilbrigðismál eru atvinnumál”
“Verður að verja velferðarkerfið”
“Spara án þess að segja upp starfsfólki eða skerða þjónustu”
Þetta allt saman sagði Ögmundur eftir að hann tók við sem heilbrigðisráðherra, síðan þá hefur starfsfólki verið sagt upp og þjónusta skert, aðallega á landsbyggðinni. Fyrirkomulagi hefur verið breytt á sjúkraflutningum á Þórshöfn og Hvolsvelli. Nú er ekki lengur læknir með fasta viðveru á Brogarfirði, fimm starfsmönnum dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi var sagt upp störfum.
Af hverju ætti maður að trúa þessum pólitíkusum?
S Kristján Ingimarsson, 1.4.2009 kl. 22:11
Trúa þeim - NEI - það er ekki hægt - GLÆTAN -
En það þarf að berja duglega á þeim - og láta þá ekki komast upp með sviksemina.
Hugsaðu þér það er engin heilbrigðisþjónusta í byggðalaginu - og fólk hefur yfir fjallvegi að fara í hvaða veðri sem er.
Þetta er að verða eins og fyrir hundrað árum síðan.
Kjósendur verða að vera kröfuharðari við pólitíkusana - þeir verða að hafa virkilegan þrælsótta af kjósendum YeeeeeeeeeeeeeeS þarna kom það - þetta hljómar vel
Benedikta E, 1.4.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.