Ekki er hægt að ætla annað en Eva Joly sé Íslendingum happa fengur.

Hún kemur hingað sem fagmanneskja - og auðvitað þarf að greiða henni laun í samræmi við ábyrgð - Ég hef þá trú að hún eigi eftir að vinna fyrir hverri krónu.

Eva Joly á innistæðu fyrir hverju orði sem hún segir.

En ábyrgðarlaus ofurlaun á að skera niður í 500 þúsund strax hjá öllum - og að sjálfsögðu líka niðurskurð á launum " þjóðhöfðingjans " í 500 þús. á mánuði. 


mbl.is Dapurlegar fréttir af Samson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: LM

Meira kjaftæðið !

Af því Eva er í réttum flokki þá skipta laun hennar ekki máli.

VG vilja hins vegar skattpína þá sem eru með yfir 500 þús krónur í mánaðarlaun. Ofan á þá skattpíningu sem fyrir er í gegnum LÍN.

Þetta heitir á íslensku : HRÆSNI

Og er efst á málefnaskrá VG og Samspillingarinnar fyrir næstu kosningar ...

LM, 31.3.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Benedikta E

Eva hefur tekið að sér  mjög mikilvæga faglega vinnu sem hún er örugglega fær um að leysa vel af hendi hér eins og annarsstaðar.

Slíkt starf hefur ekki með pólitík að gera og launagreiiðslur ekki heldur.

Við skulum bara vona að Evu takist að koma böndum á þá sem eiga þar heima - hún hlýtur að geta náð glæponunum hér eins og í Frakklandi.

Sum mál eiga ekki heima í pólitísku litrófi - þetta er eitt af þeim.

Annars held ég að við tölum sama tungumálið.

Benedikta E, 31.3.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Benedikta E

Sæl Dóra litla.

Það er minnihluta stjórnin sem hefur ráðið Evu Joly til þeirra starfa að vinna með sérstökum saksóknara við að koma böndum á þetta glæpa lið sem valsað hefur með fjármuni þjóðarinnar og komið henni á beran bakkann.

Ég veit í rauninni ekkert meira um þessa konu en þú Dóra litla.

En ég treysti henni til þeirra þörfu verka sem hún er ráðin hér til.

Hvort hún er kommi eða krati - þá er hún ekki hér sem slík - heldur sem sakamálasérfræðingur - og ekki er hægt að loka augunum fyrir því að þörf er á slíkri sérfræði aðstoð hér í okkar þjóðfélagi núna.

Ég vona bara að hún standi undir væntingum í sínu starfi hér eins og sagt er að hún hafi gert annarsstaðar t.d. í Frakklandi.

Annars þekki ég ekki hennar starfsferil svo að ég sé fær um að rekja hann hér frekar - Dóra litla.

Takk fyrir innlitið.  

Benedikta E, 1.4.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband