28.3.2009 | 22:28
Barnaverdar mál virðast vera í miklum ólesri í kerfinu.
Greinilegt að það skortir faglega færni til að greina og taka á slíkum málum.
Fyrr í vetur sló leikskólastarfsmaður á leikskóla Reykjavíkurborgar - barn sem honum var trúað fyrir utanundir meira að segja endurtekið - þrisvar sinnum.
Það tók 6 vikna baráttu fyrir móður barnsins að berjast í þeim sjálfsagða rétti barnanna á þessum leikskóla - að starfsmanninum yrði vikið úr starfi.
Þegar barn/ unglingur segir frá ósæmilegri hegðun fullorðinna ber samkvæmt barnaverndarlöggjöfinni að taka það alvarlega.
Breiðavíkurmálið ætti að vera fólki minnistætt til - lærdóms.
![]() |
Meint kynferðisbrot á meðferðarheimili |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er brýnt að komið verði í gang stofnun sem sér um að veita barnaverndarstofnunum aðhald. Mál sem þessi eru orðin of mörg svo hægt sé að ráða við lengur virðist vera.
Hilmar Gunnlaugsson, 29.3.2009 kl. 00:29
sammála
Hólmdís Hjartardóttir, 29.3.2009 kl. 01:03
Það þarf aukna faglega færni og mentun til þeirra sem eru á vetvangi þar sem börn og unglingar eru vistuð og faglega hæfa eftirlitsstofnun eins og þú ert að tala um.
Ef þetta ástand er látið liggja í láginni og enginn talar um ástandið - þá verða bara til fleiri Breiðavíkurmál.
Takk fyrir innlitið.
Benedikta E, 29.3.2009 kl. 01:11
Takk fyrir innlitið Hólmdís.
Benedikta E, 29.3.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.