Starfsmaðurinn heldur sínu starfi við leikskólann þó upp um ofbeldið gegn barninu hafi komist.
Stjórnvöld Reykjavíkurborgar - yfirstjórn leikskólamála og stéttarfélag starfsmannsins leggjast á eitt að trygja starfsmanninum áfram haldandi starf við leikskólann.
Móðirin er sett í þá stöðu að þurfa að ganga á milli þessarra aðila og tala málisínu og barnsinns til að tryggja öryggi sonar síns á leikskólanum og um leið hinna barnanna - því varla sinnir umræddur starfsmaður bara því eina barni á leikskólanum sem hann hefur orðið uppvís að - að hafa beitt ofbeldi - Hin börnin eru í hættu að geta lent í því sama - svo lengi sem starfsmaðurinn er þar við störf.
Móðirin er meira að segja set í þá aðstöðu að tala við stéttarfélag viðkomandi starfsmanns. - Nokkuð sem stjórnendur leikskólanns og Reyklavíkurborg eiga alfarið að sjá um.
Augljóst er að leikskólastarfsmaður sem beitir barn ofbeldi sem honum er treyst fyrir á leikskólanum - uppfyllir ekki þær hæfniskröfur sem leikskólinn - ÆTTI - að gera til starfsmanna leikskólanns.
Hafa stjórnvöld sem bjóða upp á vistun barna til lengri aða skemmri tíma í þessu tilviki leikskóla - EKKERT - LÆRT - af BREIÐAVíIKUR - málinu ?
Samkvæmt því sem kemur fram í frétt þeirri sem vitnað er til er ekki hægt að sjá stöðu móðurinnar í öðru ljósi en því að hún þurfi sjálf að taka til sinna ráða - áfram haldandi.
Fá sér lögmann og kæra málið til lögreglu.
Þá fyrst reynir á löggjöfina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessi pistill byggir á grein á mbl.frá 14.3. 2009 - 0830
Sló barn utan undir
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@bl.is
Benedikta E, 16.3.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.