9.3.2009 | 11:33
Prófkjörs frambjóðendur sem skrifa á bloggið - en gefa ekki kost á andsvari eða fyrirspurnum - hugsa ekki prófkjör sitt til enda.
Eru þeir ekki að kynna sig fyrir kjósendum með blogginu ?
Eru þeir ekki að fara í prófkjör til að verða kosnir ?
Hvernig þingmaður verður prófkjörs kandidat - sem lokar á tjáskipti frá væntanlegum kjósenda á blogg síðu sinni ?
Hann gefur allavega ekki þá ímynd - að hann verði þingmaður fyrir kjósandann.
Kjósandinn í dag vill ekki þannig þingmann.
Yfir hafinn og ósnertanlegur þingmaður - er ekki valkostur kjósenda í dag.
Kjósandinn í dag sættir sig ekki við afgangsstærðina.
Þingmenn eru á launum frá kjósendum og í vinnu fyrir þá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.