5.3.2009 | 23:18
Samfylkingin - útrásarfrjálshyggjuæðið - EES og síðan ESB !
Jón Baldvin með fulltyngi Ingibjargar Sólrúnar stjórnuðu áróðursmaskínu EES aðildar.
ÞAR - hófst útrásarfrjálshyggjuæðið.
Í þá daga hrósaði Jóm Baldvin Ingibjörgu Sólrúnu - meira en mikið.
Það voru þeir dagar.
EN - þeim dugar ekki að hafa steypt yfir þjóðina landráða lygaáróðri fyrir EES aðild - með öllum þeim hörmungum sem af þeirri aðild hefur hlotist - fyrir þjóðina.
NEI - meiri lygamaskinu áróður - fyrir ennþá meira - útrásarfrjálshyggju æði - og ESB!
Hrunin frjálshyggjutilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
.
Jón Hannibals og EES þráhyggjan.
Davíð og Hannes Ho með frelsisþráhyggjuna fyrir auðmagnið
Halldór Ásgríms með kvótakerfisþráhyggjuna
Samfylkingin með ESB þráhyggjuna
Framsókn með rafmagnsútsölu fyrir stóriðjuþráhyggjuna.
Höfum þetta í huga.
101 (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:28
Stundum er erfitt að vita hvort maður á að hlæja eða gráta. ESB kenndi Davíð frjálshyggjuna! Hvers vegna var Margaret Thatcher á móti ESB? Vegna þess að sambandið er boðberi frjálshyggjunnar? Það er ekkert að því að vera á móti EES, ESB, etc., en maður verður að vera það á upplýstan hátt. Mörgum finnst t.a.m. gaman að láta gamminn geysa á blogginu, finnst þeir svo yfirmáta smart og sniðugir, en ég vil nú bara minna á að Jón Baldvin og Ingibjörg Sólrún voru ekki í sama flokki þegar EES var samþykkt, ISG greiddi ekki atkvæði með EES og á þingi og kom sannarlega hvergi nálægt áróðursmaskínu EES aðildar. Það var ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sem lagði fram EES samning og ISG sat hjá.
GH (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:38
Þetta hófst með kvótabullinu og vert er að geta þess að við erum ekki eina landið sem erum í EES, en við erum eins landið sem hefur gjörsamlega hrunið efnahagslega. Svo ekki láta þér dreyma um að kenna EES um þetta, regluverkinu var markvisst rifið niður af Sjálfstæðisflokknum. Viðskiptaráð kom með hugmyndirnar og Sjálfstæðisflokkurinn framkvæmdi ódæðið.
Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:41
Hann er sár sannleikurinn fyrir ykkur hægrimennina, að þurfa kyngja því að flokkurinn sem menn trúa á að sé ekkert nema réttlætið, að sá flokkur skuli haga sér eins og þjófur á nóttu. Stunda markvissa fjármagnsflutninga frá þeim sem eru með lágar tekjur og millitekjur til þeirra sem eru með rassgatið fullt af fé. Það er sárt að viðurkenna að flokkurinn sem maður kaus er bara svikapakk eftir allt saman. En ég veit alveg hvað þú gerir. Þú ferð bara í afneitun með öllum hinum og segir eitthvað gáfulegt eins og ,,það var fólk en ekki stefna sem brást" og svo ferð þú að kjörborðinu við næstu kosningar og kýst Sjálfstæðisflokkinn enn eina ferðina án þess að gagnrína nokkurn skapaðan hlut. Engu nær, en rosalega stoltur. ,,Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn" og allir vinirnir segja ,,vá er það"! Vissir þú að eftir því sem menntun er meiri þeim mun færri kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Maður veltir því stundum fyrir sér hvers vegna það er, er það af því þeir sem eru meira menntaðir eru búnir að bæði fylgjast betur með og kannski lesa sig meira til? Ég veit það ekki, en þetta er svipað og með sköpunarsögu biblíunnar, eftir því sem menn eru menntaðri, þeim mun færri trúa sögunni.
Valsól (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:55
Er ekkert kerfi í gangi til að stoppa svona "spam" á blogginu? Ég er búinn að vera að lesa blogg um þessa frétt og Þessi "Valsól" (Rauðsól væri nær lagi) er búinn að líma þennan sama drullu-óhróður orðrétt á meira en helming allra sem hafa leyft sér að blogga um fréttina. Gott og vel að málfrelsið tryggi honum/henni að birta þvílíkan munnsöfnuð (ég væri tilbúinn að verja þann rétt með oddi og egg), en að hella þessum orðmykjuhaug orðréttum yfir stærstan hluta þeirra sem leyfa sér að taka þátt í þessari umræðu er ekkert annað en argasti dónaskapur. Ámóta og að standa upp á fjöldafundi með gjallarhorn og reyna að öskra alla aðra í kaf. Skammast þú þín, Rauðsól!
Jón Dé (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.