Útrunnin og ósamþukkt lyf seld "Ódýrt" til þróunarlanda!!! Hvernig ætlar Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra - að ná niður lyfjakostnaði um - 650 miljónir???

mbl.segirfrá  því í gær 16.2. að "Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra - ætli sér að ná fram milljarðs lækkun á lyfjakostnaði á árinu - m.a. með því að hvetja til notkunar ódýrari samheitalyfja"

Hvað er í gangi ? Samheitalyf hafa verið í notkun hér á landi í mörg ár - Í þeim tilvikum að læknar   hafi álitð - þau henta viðkomandi sjúklingi - Nú er eins og ráðherra ætli sér að taka faglega ábyrgð af læknum og skipa þeim að lækka lyfjakostnað með einherjum ennþá ódýrari samheitalyfjum.

Það eru ekki allir sjúklingar sem þola einu sinni samheitalyfin sem hafa verið hér á markaði - Þau eru sögð vera eins og dýrari lyfin - en eru það ekki.

Það kemur fram hjá sjúklingunum sem ekki þola samheitalyfin - en þola aftur á móti þau dýrari.

Og nú ætlar nýi heilbrigðisráðherrann að innleiða ennþá "ÓDÝRARI"samheitalyf fyrir veika Íslendinga.

Með ójöfnu millibili kemur fram í heimspressunni að útrunnin lyf og lyf sem eru á framleiðslustigi séu seld til þróunarlanda "ÓDÝRT" !!!

Ögmundur Jónasson gortaði af þessari lyfjasparnaðar reglugerð sinni í Þinginu - á kostnað fyrrverandi heilbrigðisráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem hafði víst verið búinn að semja reglugerð þar sem lyfjasparnaður  átti að vera 100 milljónir.

Ögmundi þótti það víst lúsarlegur sparnaður og skellti á 650 milljónum.

Hvaðan verða þessi væntanlegu "ÓDÝRU" samheitalyf keypt??? Hvaða faglrga ráðgjöf fékk ráðherrann við gerð reglugerðarinnar???

Það er fagráðuneyti sem ráðherrann stýrir - Hann er vonandi klár á því í hita leiksins !!!

Kapp er best með forsjá - Líka í sparnaði !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband