13.2.2009 | 12:43
Deilur ríkisstjórnarinnar við seðlabankann vekja undrun á erlrndum vettvangi og eru þar - sagðar skaða Ísland!
Það ætti ekki að þurfa útlendinga til að segja landdanum það - almenningur sér það - en ekki ríkisstjórnin. Seðlabankinn er Davíð Oddson fyrir Samfylkingunni!!! - það er ekki von á því að seðlabankafrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur sé nothæft út frá því sjónarhorni samið. AGS sýnir tilburði til að koma vitinu fyrir frumvarpshöfunda og jafnvel Framsókn -- en ekkert dugar.Gæti seðlabankafrumvarpið orðið félagshyggju - ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur - að falli??? Félagshyggjan og velferð heimilanna í landinu- verðtryggingin - og bankamálin - standa í skugga! Seðlabankafárið hefur forgang hjá Jóhönnu!!!
Þarf að hugsa málið upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Samkvæmt Alþjóðagjalderyrissjóðnum þarf að lagfæra fjögur atriði í frumvarpinu og það eru eiginlega sömu atriðin og Framsóknarmenn og fleiri höfðu bent á í umræðum svo það er varla mikið mál fyrir viðskiptanefnd að laga þau:
1. Skipa varabankastjóra með sama hætti og aðalbankastjóra
2. Víkka hæfniskröfur svo þær einskorðist ekki við eina tegund menntunar
3. Setja ákvæði um brottvikningu seðlabankastjóra
4. Skerpa á skilgreiningum við skipan í peningastefnuráð.
Ef þingmenn eru til í að vinna vinnuna sína hratt og örugglega þá getur þetta ekki tekið viðskiptanefnd mjög langan tíma.
Arnar (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:52
Pointið er bara að þetta seðlabankamál skiptir landsmenn engu máli á meðan margir aðrir þættir eru spurningar upp á líf og dauða fyrir fjölmargar fjölskyldur og fyrirtæki.
Lánamarkaðir eru dauðir hvort sem er, allar lánalínur erlendis eru frosnar og við erum búnir að tryggja okkur AGS lánið. Þannig að málið í DAG og fram að kosningum ætti að vera fjölskyldur og Fyrirtæki. EKKI seðlabankinn.
Nafnlaus (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:55
Nafnlaus hittir naglann algerlega á höfuðið!
Margrét Elín Arnarsdóttir, 13.2.2009 kl. 13:39
Þakka ykkur fyrir komentin - öllum.
Nafnlaus og Margrét - Algjörlega sammála ykkur - hvað þarf til að koma þessu liði - til meðvitundar um ábyrgð sína???
Benedikta E (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.