18.1.2009 | 02:30
" Nýja " Framsókn og Evrópusambandið ! ! !
Framsókn verður ekki bændaflokkur - ætli flokkurinn sér að styðja aðild að ESB. Bændur eru altof upplýstir og meðvitaðir um afdrif landbúnaðarinns í aðildarlöndunum bandalagsins - til að þeir láti plata sig með fölskum gylli áróðri um sjóðastyrki fyrir landbúnað á norður slóðum.
Hvert ætlar " NÝja " Framsókn að sækja fylgi sitt ? Þeir komast ekki langt með kjörfylgi landsfundarinns.
Bændur kjósa þann flokk sem tekur afstöðu gegn Evrópusambandinu - bændur meta sínar landbúnaðaafurðir að verðleikum. Íslenskar landbúnaðarafurðir eru þær bestu í heimi.
Ísland getur verið sjálfbært land - með allar sínar auðlindir og dugmikla þjóð.
Það eru auðlindirnar sem Evrópusambandið er gráðugt í - ekki þjóðin - þó aðal áróðursmaskinurnar eigi von í einhverjum bitlingum í Brussel fyrir landráðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.