6.1.2009 | 10:58
Styrmir Gunnarsson - Vonarstjarna í íslenskri pólitik !
Þegar Styrmir Gunnarsson lét af störfum hjá Morgunblaðinu - eftir tuga ára setu þar í sama stólnum - töluðu fjölmiðlar við hann - Þeir töluðu við hann - eins og hann væri kominn á endastöð.
Styrmir svaraði þeim með hógværð og lítillæti á þá leið - að hann gæti nú kanski gert eitthvað annað þó hann væri hættur á Mogganum - það kæmi bara í ljós.
Í dag er Styrmir Gunnarsson genginn í endurnýjun lífdaga og skín sem skærasta vonarstjarna í íslenskri pólitik.
Hann fór á kostum á fundi hjá Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær.
Ungliðar höfðu lítið í hann.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.