8.2.2013 | 14:31
Enn er það gamlafólkið sem er yfirlýst af yfirstjórnendum Landspítalans sem sökudólgar fyrir ástandinu á spítalanum.
Gamlafólkið okkar sem á fullan rétt á að nýta sjúkraþjónustu á Landspítalanum án þess að vera gert að hornrekum og afgangsstærð í þjóðfélaginu af forstöðufólki HSH - Rústun starfsemi LSH er ekki gamlafólkinu okkar að kenna - sem látið er dúsa á göngum spítalans - Það eru stjórnvöld og yfirstjórn LSH sem bera ábyrgðina og vansæmdina af því að hafa rústað starfsemi Landspítala Háskólasjúkrahús - Berið það ekki oftar fram fyrir alþjóð að gamlafólkið okkar sé fyrir og óvelkomið á Landspítala allra landsmanna.
Bæta við mannskap og rúmum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek undir með þér, Benedikta. Þetta er sama fólkið og byggði upp spítalann á síðustu öld.
Ef einhver á rétt á góðri þjónustu þar, er það einmitt þetta fólk.
Kolbrún Hilmars, 8.2.2013 kl. 17:25
Já segðu það Kolbrún - En hvað skyldi hafa verið gert við - Framkvæmdasjóð aldraðra - sem allir skattgreiðendur greiða í árlega - forskráð á skattaskýrsluna - sjóður sem samkvæmt heiti og lögum á að nota til bygginga fyrir aldraða - hjúkrunarheimili - dagvistunar heimili og annað - Ekkert hefur verið byggt fyrir aldraða s.l. 15 - 20 ár - Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra öll þessi ár lengst af félagsmálaráðherra svo hún ætti manna best að vita hvað gert hefur verið við sjóðinn - ólíklegt er að hann bíði bara og safnist upp - NÚ - þyrfti að renna í Jóhönnu Sigurðardóttur og láta hana svara fyrir sjóðinn!
Benedikta E, 9.2.2013 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.